Upp til hópa voru gestirnir til fyrirmyndar
�??Löggæsla á hátíðinni gekk vel, lögregla var vel mönnuð og skipulag gott. Mestur var fjöldi lögreglumanna að nóttu til en þá voru að jafnaði 15 lögreglumenn á vakt. Samvinna við gæsluna, er lýtur stjórn lögreglu, gekk vel og voru verkefni leyst í góðu samstarfi, fjarskipti voru bætt á milli lögreglu og gæslumanna og er það vel,�?? segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum um gang mála hjá lögreglu yfir þjóðhátíðina.
�??Veðrið var með eindæmum gott sem auðveldar alla vinnu við hátíðina auk þess sem rólegra er þá yfir gestum. Upp til hópa voru gestirnir til fyrirmyndar þrátt fyrir að inn á milli leynist brotamenn og það er að sjálfsögðu miður. Við vorum ekki með hópa af þekktum gengjum á þessari hátíð og almennt var rólegt yfir fólki og má helst benda á umgengni um bæinn á daginn til marks um það.�?? Ein bifreið var skemmd lítilsháttar og segir Páley það einu eignaspjöllin sem urðu í bænum þrátt fyrir gríðarlegan fjölda fólks sem fór þar um.
�??Almennt má því segja að hátíðin hafi gengið vel en eitt afbrot er einu afbroti of mikið. �?að er alvarlegt að framin skulu vera ofbeldisbrot á hátíðinni en það verður verkefni okkar nú sem endranær að reyna að sporna við því. Enn fremur er áhyggjuefni að fólk skuli leggja í akstur um þjóðvegi landsins undir áhrifum áfengis sem stofnar öllum sem aka um þjóðvegina í mikla hættu, þar er verk að vinna og munum við leggja áherslu á það á næsta ári að vinna gegn því,�?? sagði Páley.

Nýjustu fréttir

Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.