Í kvöld fimmtudaginn 1. sept. boðar knattspyrnuráð karla ÍBV til opins fundar í Týsheimilinu kl. 20.00.
Á fundinum mun knattspyrnuráðið fara yfir atburði undanfarinna vikna og svara spurningum stuðningsmanna félagsins. Einnig verður farið yfir þær vikur sem eru eftir af tímabilinu.
Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og fá svör við þeim spurningum sem hafa vaknað á síðustu misserum.
Með ÍBV-kveðju,
knattspyrnuráð karla ÍBV