Nú þegar tveir dagar eru til stefnu hafa 75 manns skráð sig í Vestmannaeyjahlaupið en það er helmingur þess fjölda sem vonast var eftir. Allur ágóðir mun renna til Alzheimer stuðningsfélags Vestmannaeyja og er þátttökugjaldið einungis1000 krónur.
Mikill meiri hluti þeirra sem þegar hafa skráð sig koma ofan af landi og væri því kjörið ef fleiri Eyjamenn myndu leggja þessum góða málstað lið því fyrst og fremst snýst þetta um það. �?rjár leiðir eru í boði fyrir þátttakendur: 5, 10 og 21 kílómetri.
Allir eru velkomnir, hvort sem fólk hleypur eða ekki.