Fullt var út á pall fyrir utan Safnahúsið á laugardaginn síðastliðinn. Tilefnið var dagskrá undir nafninu “Eyjahjartað”. En Eyjahjartað hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Dagskráin um helgina sló öll met og telur forstöðumaður Safnahúss að um 250 manns hafi hlýtt á dagskrána.
Halldór B. Halldórsson var að sjálfsögðu á staðnum og tók herlegheitin upp. Í dag er það Inga Jóna Hilmisdóttir sem segir frá. Oft ég velti vöngum vorkvöldin hlý kallar Inga Jóna frásögn sína, en það er tilvitnun í ljóð föður hennar, Hilmis Högnasonar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst