�??�?g held að það leiki ekki nokkur vafi á því að staðan er viðkvæm. �?að er mikill þungi á bak við kröfu kennara. Vandinn er sá að rekstur sveitarfélaga hefur verið að þyngjast mikið á seinustu árum og mörg þeirra nánast komin að fótum í rekstrarþunga og ráða illa við bæta á sig auknum rekstrarkostnaði. �?að breytir því ekki að sveitarstjórnarfólk og fulltrúar þeirra í samninganefnd þekkja mikilvægi starfa kennara og vilja finna leiðir að búa þeim góð starfsskilyrði og laun skipta þar miklu,�?? segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um stöðuna í kjaradeilu grunnskólakennara.
Er eitthvað sem Vestmannaeyjabær einn og sér getur gert í þessu máli? �??Vestmannaeyjabær einn og sér semur ekki við neina starfsmenn, það er gert á sameiginlegum vettvangi. Við getum hinsvegar fylgst með og sýnt málinu skilning. �?að gerum við með allar okkar stéttir. Án starfsmanna er Vestmannaeyjabær ekkert annað en tómt hús og fallegt lógó. Við eigum allt undir hæfu starfsfólki og það þekkir launanefndin vel og mun því leita allra leiða til að leiða þetta mál til farsælla lykta,�?? segir Elliði
Sérðu fyrir þér farsæla lausn í þessum málum? �??Já það efast ég ekki um. �?g starfaði nú sjálfur sem kennari í meira en áratug og er reyndar enn skráður sem kennari í símaskránni. �?g veit því sem er að um leið og kennarar sem fagstétt eru þéttur og öflugur hópur þá eru þeir líka sanngjarnir og bera virðingu fyrir umbjóðendum sínum sem eru nemendur og foreldrar þeirra. �?g veit líka að hjá sveitarfélögum ríkir mikill og einlægur skilningur á mikilvægi skólastarfs og stöðu kennara. Með það að vopni hlýtur maður að vera bjartsýnn á farsæla lausn,�?? segir Elliði.