�??Sjálfur var ég svo heppinn að alast upp í Vestmannaeyjum við blómlegt íþróttastarf og fá að stunda flestar þær íþróttir sem í boði voru á þeim tíma. Eftir að hafa þroskast aðeins þá áttar maður sig á því að það er ekki sjálfgefið að fá að alast upp í slíku samfélagi sem Vestmannaeyjar eru. Stundum þarf maður að stíga aðeins út fyrir til að átta sig á þeim gæðum sem maður hefur aðgang að hjá íþróttafélögunum hér í bæ. Á bakvið þessi félög eru auðvitað félagsmenn sem vinna óeigingjarnt starf sem og íþróttafólk sem stundar æfingar grimmt. Fyrir það verður seint fullþakkað,�?? sagði Trausti Hjaltason, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs þegar hann ávarpaði gesti þegar tilkynnt var um val á Íþróttamanni ársins í Höllinni. �??�?að er mér mikill heiður að fá að koma hingað og ávarpa ykkur fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar.�??
Trausti brá upp skemmtilegri mynd af stöðu íþrótta í Vestmannaeyjum og hvað hún er í raun góð í flestum samanburði.
�??�?að kemur stundum fyrir að ég þarf að útskýra fyrir fólki sem aldrei hefur komið til Vestmannaeyja fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum uppá að bjóða. Eitt sinn átti ég samtal við fólk búsett í Danmörku sem hafði litla vitneskju um Ísland og hvað þá Vestmannaeyjar. �?g sagði við þau að Vestmannaeyjar væri sko sannarlega rétti staðurinn fyrir þau að búa á ef þau hefðu mikinn áhuga og metnað fyrir íþróttum.
�?g sagði þeim að í fyrsta lagi værum við með 18 holu golfvöll, umvafinn einu fallegasta umhverfi heims, síðan með 25 metra innilaug og frábært útisvæði fyrir börn með trampolín rennibraut og heitum pottum. Ef þið flytjið þá fá börnin frítt í sund alla daga ársins.�??
�?á sagðist Trausti hafa fengið þessa spurningu: – Nú okey en geta börnin stundað einhverjar íþróttir þarna aðrar en golf og sund?
Og hann svaraði: �??Já, auðvitað sagði ég. Við erum með stórt íþróttahús sem er með þremur íþróttavöllum. �?ar er hægt að æfa handbolta, körfubolta, frjálsar íþróttir og fimleika. Einnig er hægt að skella sér í blak og badminton ef það er áhugi fyrir því.�??
�??Já, það er ekkert annað,�?? sögðu Danirnir.
�??Já, og ekki nóg með það heldur er öflugt karatefélag sem er með aðstöðu í öðru húsi skammt frá. Síðan eru fjórir stórir grasvellir ásamt innanhúss gervigrashöll fyrir fótboltann. �?ar geta þeir eldri farið og labbað þegar það eru vond veður ásamt því að aðrar íþróttagreinar hafa notað húsið fyrir séræfingar.
Síðan getur þú auðvitað alltaf farið í ræktina hjá Gilla og Jóhönnu eða Metabolic í Týsheimilinu sem er annað íþróttahús rétt fyrir neðan það stóra. Hafdís Kristjáns er líka með yoga í Eyjabústöðum aðeins fyrir ofan.�??
�??Já, ok þannig að það er bara nóg í boði, og eru bara foreldrarnir að þjálfa allar þessar greinar?�?? spurðu þau dönsku.
�??Nei, nei, það eru nú í flestum tilfellum launaðir þjálfarar sem hafa menntun til að þjálfa. Og ekki má gleyma því að það er líka íþróttafélag fyrir fatlaða sem hefur náð virkilega góðum árangri á landsvísu.�??
�?á kom hjá Dönunum: �??Já, þú segir nokkuð.. og eitthvað hlýtur þetta að kosta?�??
�??Já, auðvitað,�?? svaraði Trausti. �??En æfingagjöldin eru nú með þeim lægstu á landinu þó að ferðalögin séu oft mikil, enda eru flest mót á meginlandinu. �?etta er sko eyja sunnan Íslands. En það er bara kostur, það þjappar alltaf hópnum svo vel saman að ferðast saman og liðsheildin eflist bara við það. Frá Vestmannaeyjum hafa líka komið fjölmargir góðir íþróttamenn, núna eigum við t.d. fulltrúa í fjölmörgum landsliðum og liðin okkar hafa oft orðið Íslandsmeistarar.
En ég gleymdi líka að segja ykkur að í Eyjum eru haldin ein flottustu mót landsins, þar er t.d. stórt mót í handbolta fyrir krakka, einnig eru flottustu mót landsins í fótbolta haldin þar yfir sumartímann, í golfinu eru fjölmörg skemmtileg mót og svona mætti áfram telja.�??
�??�?að er ekkert annað,�?? hváðu Danirnir. �??En hvað eru eiginlega margir sem búa á þessum frábæra stað?�??
�??Já, það eru svona um 4300 minnir mig,�?? svaraði Trausti og aftur var hváð.
�??Til að gera langa sögu stutta þá trúði gæinn því auðvitað ekki, þannig að það endaði með því að hann kom með fjölskyldu sína til Eyja og fékk að sjá þetta allt. �?au voru gapandi yfir öllu starfi félaganna hérna og aðstöðunni sem var í boði í þessu litla samfélagi. �?g greip auðvitað tækifærið og sagði frá íþróttaakademíunni og að við værum að fara að setja í gang kerfi þar sem foreldrar fengju möguleika til að notfæra sér frístundastyrk frá bænum í íþrótta og tómstundastarf til að létta á heimilunum og stuðla að enn frekari þátttöku og forvarnastarfi.
�?etta fólk bjó í smábæ sem var með um 80.000 íbúa, þar var eitt íþróttahús, engin sundlaug, einn grasvöllur, enginn golfvöllur. �?að kostaði 30 mínútna akstur að fara í næsta bæ til að komast í sund og golf og þá þurfti sko að borga duglega. Foreldrarnir sáu sjálfir um æfingar barnanna, o.s. frv.
�?g vil því meina að við búum við einstakar aðstæður og erum virkilega heppin að búa að svona öflugum og metnaðarfélögum íþróttafélögum sem vilja sækja fram og bæta árangurinn og aðstöðuna. Íþróttir eru einmitt lykillinn að betra lífi, þar er unnið mikið forvarnarstarf og starf félaganna verður sífellt mikilvægara í nútíma samfélagi. Aukin streita, slæmt mataræði og lægri félagslegur þroski eru vandamál í nútíma þjóðfélagi. Hér eru tækifæri til sóknar fyrir íþróttafélögin í landinu,�?? sagði Trausti sem í lokin óskaði öllum þeim sem hlutu viðurkenningu til hamingju með árangurinn og þakkaði ÍBV héraðssambandi fyrir uppskeruhátíðina.