�?ar er fyrst og fremst rætt um afhverju við Eyjamenn viljum halda núverandi skipi fyrstu misserin eftir að nýja skipið kemur og síðan hið mikilvæga mál er snýr að gjaldskrá Herjólfs þegar siglt er í Landeyjahöfn.
Að ferðast eftir þjóðvegum á Íslandi er nánast ætíð gjalfrjálst
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var heildarkostnaður við Héðinsfjarðagöng 14,2 milljarðar. �?að kostar hinsvegar notendur ekkert að fara þar um. Heildarkostnaður við Bolungarvíkurgöng voru um 6,5 milljarðar. �?að kostar heldur ekkert að fara þar um. Kostnaðurinn við Hvalfjarðargöng var 4,6 milljarðar árið 1996 (uppreikaðnur kostnaður eru tugir milljarða). �?að kostar fjögurra manna fjölskyldu 1000 kr. að fara þar um.
Fjölskylda sem ferðast að meðaltali einu sinni í mánuði með Herjólfi þegar siglt er í �?orlákshöfn greiðir hátt í hálfa milljón á ári.
Sá Herjólfur sem nú siglir er að fullu afksrifaður og kostnaður við Landeyjahöfn er um eða innan við 4 milljarðar. Kostnaður fjögurra manna fjölskyldu (tveir fullorðnir, einn unglingur og eitt barn) við að fara með sinn einkabíl fram og til baka milli lands (�?orlákshafnar) og Eyja er hinsvegar 35.880 kr. þegar fullt gjald er greitt og farið er í koju. Ekki þarf að minna á að engin önnur leið er fyrir bíla milli lands og Eyja. Fjölskylda sem fer einu sinni í mánuði þessa leið greiðir á ári 430.560 krónur fyrir það að fara eftir þjóðveginum að heiman og heim.
Sanngjart og eðlilegt.
�?jóðvegurinn milli lands og Eyja liggur í dag um Landeyjahöfn. �?að er sanngjörn og eðlileg krafa Eyjamanna að þegar þjóðvegurinn til Vestmannaeyja (Landeyjahöfn) er lokaður og farið er lengri og erfiðari hjáleið um �?orlákshöfn þá sé ekki lagt aukalegt gjald á notendur heldur gildi að fullu sú gjaldskrá sem gildir fyrir Landeyjahöfn.