Vertíðin 21 og kvótakerfið
2. júní, 2021

Sjómannadagshelgin er framundan og því rett að gera vertíðina upp, en fyrst aðeins um þetta svokallaða global warming.

Ég efast ekki um það að margt af því sem fram kemur varðandi hlýnun jarðar á fullan rétt á sér, en ég hef haldið mig við það undanfarin ár, sem Páll Bergþórsson hefur ítrekað sett fram, um að hlýnunarskeiðinu sé lokið og framundan sé kaldari tíð en í gær sá ég einmitt enn eina bull greinina frá einhverjum fuglafræðingum um að lundastofninn sé að fara illa út úr hlýnun sjávar.

Nýlega sá ég hins vegar nýlegar mælingar á hitastigi sjávar norður á Eyjafirði, þar sem fram kemur að sl 4 ár hafi sjórinn þar kólnað um 2 gráður. Ég skora því á fólk að halda sig innan skynsamlegra marka í umræðunni og ekki láta grípa sig eins og frægt varð fyrir nokkrum vikum síðan, þegar ónafngreindur, vel menntaður maður lét hafa eftir sér í kvöldfréttum rúv, sennilega verður ekkert gos.

Loðnan

Já loksins fengum við pínu litla loðnuvertíð, þó fyrr hefði verið. Mikilvægið er hins vegar gríðarlegt, bæði upp á að geta nýtt skipin og vinnslurnar, að maður tali nú ekki um tekjurnar sem svo sannarlega skipta máli hér í bæ.

Það vekur hins vegar furðu margra, að norðmenn og grænlendingar fái helminginn af loðnukvótanum okkar og það vegna einhverra samninga um að einhverjar 2 útgerðir megi fara einhverja 2 togaratúra norður í smugu. Ég trúi ekki öðru en að menn fari nú í það að endurskoða þennan samning, enda er klárlega verið að henda krónunni þarna fyrir einhverja aura og það ansi margar krónur. 

Almennt eru hins vegar loðnusjómenn og skipstjórar sammálu um það að óhætt hefði verið að leyfa amk 30-40 þúsund tonn til viðbótar og miðað við það sem ég sá, þá er ég sammála því og svo sannarlega hefðum við getað notað það auka fjármagn í stöðunni.

Línu og handfæraveiðar

Alveg frá því ég man eftir mér hefur það tíðkast að handfærabátar fara og prufa að renna í loðnutorfur í von um að það sé þorskur í þeim. Ekki man ég nokkurn tímann eftir því að þetta hafi skilað nokkrum árangri, fyrr en núna. En nú gerðust þau undur og stórmerki að handfærabátar urðu allstaðar varir við þorsk á grunnslóðum við Eyjar, undir loðnutorfum og í mörgum tilvikum voru menn farnir að stilla rúllurnar á 5 faðma dýpi og nokkur dæmi um það að sumir hefðu náð að fylla tvisvar yfir daginn. Gekk þetta það vel, að þeir fáu smábátar sem enn eiga einhverjar aflaheimildir hér í Eyjum kláruðu allan sinn kvóta í mars.

Strandveiðar hafa hins vegar ekki byrjað vel, enda þorskurinn að mestu leiti farinn af grunninu í byrjun maí.

Nú er kominn mánuður síðan ég seldi minn bát frá Eyjum og þar með er enginn línubátur í Vestmannaeyjum sem rær á ársgrundvelli. Nú þegar er komin staðfesting á því, að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá mér en undanfarna áratugi hef ég veitt mikið af löngu hér við Eyjar, en ég var einmitt mjög ósáttur við þá ákvörðun Hafró sl sumar fyrir það að skerða löngukvótann og það þrátt fyrir að staða veiða á löngunni inni á (200 mílur mbl) stæði í 100% í lok júlí í fyrra, en var komin í 100% veitt þann 20. maí á þessu ári.

Allt í kring um Eyjar eru löngumið, þar er enginn að veiða neitt, enda enginn með kvóta til þess að veiða alla lönguna sem er hérna á svæðinu. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, þá kemur fram í nýjustu mælingum Hafró að stofnstærð löngu sé á niðurleið. Lítið um heilbrigða skynsemi þar.

Veruleikafirring

Alltaf annað slagið les maður greinar eða erindi sem vekja athygli. Eitt slíkt las ég um daginn, sem er erindi eftir Dr. Stefán B. Gunnlaugsson, dósent við Háskólann á Akureyri. 

Sumt er í sjálfu sér ekkert al rangt hjá honum en ma kemur fram að doktornum þyki uppbygging þorskstofnsins hafi gengið vel. Ég verð að viðurkenna alveg eins og er, að ég gapti þegar ég las þetta enda verður að hafa það í huga að þorskstofninn við Ísland í dag er 40 þúsund tonnum minni, heldur en þegar kvótakerfið var sett á 1984. 

Á öðrum stað ber hann síðan saman veiðar togskipa frá því árið 1990 og svo aftur til dagsins í dag og tengur þá saman mikla og góða veið hjá skipum í dag, miðað við veiðina í kring um 1990. Fyrir þá sem eru búnir að fara í gegnum og lifað þessa sögu, þá er það amk mjög vafasamt að bera saman veiðar, jafnvel á gömlum trépungum í kringum 1990, miðað við togskip í dag sem hafa svo mikinn togkraft nú orðið, að sum þeirra draga jafn vel 2 troll og það á meir hraða jafnvel en gömlu trépungarnir. Pínulítil veruleika firring í þessu.

Kvótakerfið og Hafró

Já, samkv nýjustu útreikningum Hafró, þá virðast flest allir stofnar vera á niðurleið, þannig að árangurinn af kerfinu er bara afar dapur, vægast sagt. Stóra spurningin er hvort að þær aðferðir sem notaðar eru í dag séu ekki í raun og veru bara úreldar aðferðir. Hér er verið að nota togararall og togað á sömu slóðum og í upphafi kvótakerfisins. 

Ég heyrði í þeim á Brekanum, sem fóru og tóku togararallið í ár, en þar höfðu menn aldrei séð jafn lítil troll. Fiskuðu reyndar vel með því, en það er eitthvað mikið bogið við þetta, en almennt eru sjómenn á því að Hafró sé svona ca þremur árum á eftir með mat á þeim breytingum sem verða á fiskistofnum. 

Staðreyndin er hins vegar sú, að kvótakerfið hefur aldrei skilað því sem það átti að skila og annað hvort verða menn þá að fara að breyta því og útfæra það á einhvern annan hátt, nema að sjálfsögðu, ef einhverjir eru t.d. sammála mér og mörgum sjómönnum um það að útreikningar Hafró séu einfaldlega rangir, en þetta er ofboðslega erfitt og þegar maður horfir yfir þetta annars ágæta fólk sem situr á hinu háa Alþingi okkar Íslendinga og maður skynjar jafnvel almennt þekkingarleysi á íslenskum sjávarútvegi, þá er kannski ekki furðulega að menn gefist bara upp.

Vonir og væntingar

Ég mun gera betur skil síðar á smábátaveiðum og smábátahagsmunum í aðdraganda komandi kosninga, en það er nú þegar ljóst, að öllum líkindum, að sú manneskja sem hvað harðast hefur stutt smábátaveiðar í núverandi meirihluta sé að detta út af þingi í haust, svo menn þurfa virkilega að vanda sig. Vonandi komast flokkar að í haust sem styðja við smábáta, en það er nú þegar nokkuð ljóst hvaða flokkar gera það ekki.

Nýlega sendi smábátasjómaður á suðurnesjunum inn tilboð til ríkisstjórnar. Tilboðið gengur út á það að fá að veiða ákveðið magn af þorski og greiði ríkinu í formi veðiðgjalds 70 kr kg, en veiðigjöldin í dag eru ca. 15 kr kg. Ég á í sjálfu sér ekki von á að hann fái nokkrar undirtektir með þetta, en ég get í sjálfu sér toppað þetta léttilega.

Ég skal finna mér bát og borga til ríkisins 150 kr í veiðigjöld af þorsk og ýsu til ríkisins og fara létt með, en leigan á þorsk og ýsu í dag + núverandi veiðigjöld eru +/- 300 kr kg og fær því leiguliðinn í dag ekkert fyrir að veiða fiskinn.

Vonandi verða einhverjar breytingar eftir kosningarnar í haust, en þá er ég ekki að tala um einhverja öfga vitleysu, heldur breytingar byggðar á heilbrigðri skynsemi með hagsmuna okkar allra í huga.

Óska öllum sjómönnun og fjölskyldum þeirra gleðilegs sjómannadags.

 
 
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst