Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins segir að hjólin hafi verið byrjuð að snúast hjá þeim í síðustu viku. Loðnuskipin, Álsey VE, Heimaey VE og Sigurður VE fóru út á aðfaranótt sunnudagsins en botnfiskskipin Dala Rafn VE og Suðurey VE fóru út strax á sunnudagskvöldið eftir að ljóst var að sjómenn hefðu samþykkt samningana.
�??Við höfum verið að vinna fisk af Litlanesi �?H síðan um miðja síðustu viku og förum svo í loðnu síðar í vikunni,�?? sagði Stefán og bætti við.
�??�?g hef svo sem ekkert um þessa samninga að segja annað en að það er gott fyrir báða aðila að ekki þurfti að koma til lagasetningar.�??
Í gær kom Heimaey með 1700 tonn og Álsey með 1600 tonn til Eyja og Sigurður var á leiðinni til �?órshafnar með um 2400 tonn.
Stefán Friðriksson,
framkvæmdastjóri Ísfélagsins.