Hlynur Andrésson hljóp á tímanum 8:29 mínútum þegar hann keppti í undanriðli í 3000 m hlaupi karla á EM í frjálsum íþróttum á föstudaginn. Hlynur var töluvert langt frá Íslandsmeti Kára Steins Karlssonar sem er 8:10,94 mínútur. Hlynur bætti það raunar á dögunum þegar hann hljóp á tímanum 8:06,69 mínútum, en það fæst ekki fullkomlega gilt sem Íslandsmet vegna stærðarinnar á brautinni.
Mbl.is greindi frá.
Fyrstu fjórir keppendurnir í hvorum riðli fyrir sig komust beint í úrslit, auk þeirra fjögurra sem voru með besta tímann þar á eftir. Hlynur var skráður inn í mótið sem einn fjögurra keppenda sem ekki hafa hlaupið undir 8 mínútum.