Fyrsta fæðing ársins í Vestmannaeyjum átti sér stað í gær þegar Elín Sandra �?órisdóttir og Sindri Georgsson eignuðust lítinn dreng en fyrir áttu þau saman eina stelpu. Sagan á bakvið fæðinguna er ansi skrautleg og er óhætt að segja að hlutirnir hafi ekki farið eftir áætlun. Á facebook síðu sinni deilir Sindri þessari skemmtilegu sögu og hefur hann gefið Eyjafréttum leyfi til að birta færsluna hér á vefnum:
“þá er þessi dagur á enda. búinn að vera ansi viðburðaríkur. vaknaði um 7 leitið þar sem að ég átti að mæta í Herjólf 7:30 og áður en ég kveð mæðgurnar spyr ég Elínu hvort hún sé nokkuð að fara eiga barnið fyrir hádegið þar sem að þær áttu að fara í flug 12:15. hún segist halda ekki þannig ég skelli mér í dallinn. um 9 leitið vakna ég við það að það er verið að kalla nafnið mitt niðrí klefa, þá var þetta skipstjórinn á Herjólfi og honum vantaði að ná tali af mér. mér svo sem grunaði þá strax að elín hefði farið á stað og væri á leiðinni í bæinn með sjúkraflugi. en það sem mig grunaði ekki var það að það væri lítill Eyja peyji væri kominn í heiminn. þannig að rúmlega einum tíma eftir að ég kveð Elínu Söndru og Söndru Dís þá var hann kominn í heiminn. Sandra Dís og �?órunn Sveinsdóttir-Tóta fengu þar af leiðandi að vera viðstödd fæðinguna sem fór fram í sófanum inni í stofu. Söndru Dís leist ekkert of vel á það sem var að fara þarna fram en varð pínu forvitinn þegar litli bróðir var kominn í heiminn. eftir að ég fékk fréttirnar var eins og einhver hafi stoppað klukkuna. hún bara gekk ekki neitt. og ofan á það þá var símasambandið ekki uppá marga fiska þannig ég náði ekki í neinn fyrr um 10 leitið. en þá fékk ég þær fréttir að öllum heilsaðist vel og að allt hafi gengið vel. ég hafði samband við systir mína (Erna Georgsdóttir) og segi henni fréttirnar. henni fannst alveg ómögulegt að ég væri að fara sigla með Herjólfi aftur til baka þannig hún fer að kanna ásamt pabba hvort hægt væri að redda fari yfir einhvernveginn öðruvísi. þegar herjolfur lagðist loks að bryggju í �?orlákshöfn keyri ég bílnum uppúr dallinum sný honum við og keyri aftur um borð. þegar ég kem svo uppá bryggju aftur bíða Hlynur Georgsson Erna og Emilía Rós því þau ætluðu að skutla mér í Landeyjarhöfn þar sem pabbi ætlaði að sækja mig á tuðru og skutla mér yfir lækinn. þegar við vorum svo loks kominn í Landeyjarhöfn og pabbi og Hallgrímur Gísli Njálsson mættir á tuðrunni, ákváðu ferðafélagarnir bara að kíkja með yfir til hitta nýja frænda sinn. þessi tími frá því að ég fékk fréttirnar og þangað til að ég hitti peyjan var eins og heil eilíf að líða en alveg ótrúlega gott að hitta hann og erum við Elín Sandra og Sandra Dís alveg í skýjunum með litla molann okkar. En það sem maður sá vel í dag að það er gott að eiga góða að! þetta var algjört ævintýri.”