Enn og aftur er blásið til Guðlaugssunds þar sem minnst er frækilegs afreks Guðlaugs Friðþórssonar sem synti þrjár mílur í ísköldum sjó og náði landi eftir að bátur hans, Hellisey VE fórst austan af Heimaey. Með Hellisey fórust fjórir ungir menn.
Strax árið eftir var fyrsta Guðlaugssundið og hefur það verið fastur liður síðan og er synt að morgni tíunda mars.
Tilgangurinn er að vekja athygli á öryggismálum sjómanna og er skráning hafin fyrir Guðlaugssundið sem verður á föstudaginn, tíunda mars 10 í Íþróttamistöð Vestmannaeyja og er síminn 488 2400.
Synt verðu fjórum eða fimm brautum og verður einn á hverri braut og syndir 240 ferðir eða 6 km.
Fyrstu fara af stað klukkan 04:00, síðan klukkan 06:00 og svo koll af kolli.
Enn vantar þrjá sjálfboðaliða til að taka tíma og telja ferðir frá 04:00 – 11:00 á föstudaginn. Nánari upplýsinar veita Svenni í síma 690-4456 og Alan í síma 846-6530 eða 481-2302.