Íslenska ríkið á og ber ábyrgð á helstu innanlandsflugvöllum landsins. Ríkið felur Isavia ohf. að annast um þennan rekstur með því að gera þjónustusamning þar um með árlegum fjárveitingum úr ríkissjóði. Samkvæmt þjónustusamningnum á Isavia að sjá um daglegan rekstur flugvallanna, flugumsjón og viðhald svo eitthvað sé nefnt.
Á undanförnum árum hefur fjárframlag ríkisins vegna þjónustusamningsins sífellt verið skorið niður og nú er svo komið vegna þessa að flugvellir landsins eru langt frá því að fá eðlilegt viðhalds- og rekstrarfé í samræmi við tilgang og markmið þjónustusamningsins. �?etta ástand er orðið mjög alvarlegt og hlýtur eðli málsins samkvæmt fyrr eða síðar að koma niður á þjónustu við íbúa víða um land.
Við hér í Vestmannaeyjum höfum til þessa sloppið tiltölulega vel vegna niðurskurðarins þrátt fyrir allt, þótt við viljum að sjálfsögðu hafa betri flugþjónustu. Nú á dögunum var gripið til uppsagna hjá starfsmönnum Isavia á Vestmannaeyjaflugvelli og er það bein afleiðing af niðurskurði ríkisins til þjónustusamningsins sem hér hefur verið nefndur. �?etta eru dapurleg tíðindi.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur látið þennan hluta samgöngumála til sín taka og mótmælt uppsögn og skerðingu á þjónustu. Á morgun, fimmtudag 9. mars, verða þingmenn Suðurkjördæmis í Vestmannaeyjum og eiga fund með bæjarstjórn. �?ar er gott tækifæri fyrir bæjarstjórnina að mótmæla harðlega niðurskurði ríkisins til flugvalla og flugþjónustu og brýna þingmenn til að leiðrétta skerðinguna eigi síðar en strax.
Ragnar �?skarsson