Víti í Vestmannaeyjum er fyrsta sagan í geysivinsælum bókaflokki Gunnars Helgasonar um Jón Jónsson og félaga hans í liðinu �?rótti sem mæta til Vestmannaeyja til að keppa um Eldfellsbikarinn á Shellmótinu. Um er að ræða skemmtilega og ekki síst spennandi frásögn sem gerist bæði innan sem utan vallar. Gunnar Helgason var önnum kafinn þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans en eins og honum er von og vísa gaf hann sér tíma til að svara nokkrum spurningum að gefnu tilefni.
Nú er kynningarfundur á föstudaginn í Eyjum og allt að fara að bresta á. Hvernig leggst þetta í þig? �??Veistu það, ég er bara í skýjunum, ég er ekki með sjálfum mér, þetta er svo langþráður draumur að rætast. �?g skrifaði bókina svo hún gæti orðið þáttaröð eða bíómynd þannig draumurinn er að rætast,�?? segir Gunnar.
Nú hitti bókin í mark hjá ungu kynslóðinni, telur þú að kvikmyndin eigi eftir að njóta sömu vinsælda? �??�?g held að hún verði miklu vinsælli. �?g hugsa t.d. að miklu fleiri hafa séð Harry Potter myndirnar en lesið bækurnar. Kvikmyndir eru líka bara svo sterkur miðill og ef myndin verður eins og við sjáum hana fyrir okkur þá eiga krakkar eftir að vilja að koma tvisvar eða þrisvar í bíó,�?? segir Gunnar.
Ljóst er að mörg hlutverk verða í boði fyrir unga drengi og útilokar Gunnar ekki að allt liðið sem sagan snýst um verði skipað Vestmannaeyingum. Leikarastarfið er þó krefjandi og þurfa ungir sem aldnir að geta túlkað flóknar tilfinningar í hlutverkum sínum ef marka má orð Gunnars um karakterinn Ívar þegar talið barst að honum. �??Blessaður drengurinn Ívar, svo mikið á hann lagt. Ívar þarf að vera sterkur andlega, geta verið viðkvæmur og hörkulegur og allt þar á milli. Svo eru við einnig að leita að öðrum strák, honum Palla og hann verður eiginlega að vera frá Eyjum, draumurinn er sá allavega. Hver veit, kannski við finnum bara allt liðið í Eyjum, það er aldrei að vita,�?? segir Gunnar og nýtir tækifærið til að þakka Vestmannaeyingum. �??Takk fyrir að taka alltaf svona vel á móti mér. �?g veit að það verður gaman í sumar, Vestmannaeyjar eru einstakur staður í heiminum og verið bara tilbúin fyrir tvöfalt fleiri túrista á næsta ári, hvort sem það er gott eða slæmt.�?? >> Nánar er fjallað um kvikmyndina í tölublaði Eyjafrétta.