Vegna tengivinnu í aðveitustöð Landsnets í Rimakoti og í nýja 66kV tengivirkinu í Eyjum þarf að rjúfa raforkuflutning frá landi til Eyja fimmtudaginn 30.3. kl. 22:00 til kl. 06:00, aðfaranótt 31.3.
Á þeim tíma verður rafmagn framleitt með ljósavélum HS Veitna.
Undir þeim kringumstæðum gæti orðið truflun á orkuafhendingu rafmagns í Eyjum.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum, vinsamlega hafið samband við Sigurð Sveinsson í síma 8405545.
HS Veitur hf.