Ísfélag Vestmannaeyja hefur síðustu misseri framleitt fiskimjöl undir nafninu Royal Meal fyrir skoska laxaframleiðandann Loch-Duart, en þessi laxaframleiðandi er í hávegum hafður hjá kokkum um allan heim.
Besta mögulega hráefnið
�??Eitt leiðir af öðru�?? segir Stefán Friðriksson um samkomulagið sem handsalað var í byrjun árs. �??Loch Duart menn framleiða besta lax í heimi og kaupa því besta mögulega hráefni sem til er. �?eir fjárfestu nýlega í þekktum skoskum viskíframleiðanda sem óskar eftir besta mögulega vatni í sína framleiðslu�??. Aðspurður segir Stefán að áhætta Ísfélagsins sé ekki mikil enda ekki þörf á neinni fjárfestingu og húsið og lóðin nýtist rekstri félagsins vel gangi áformin ekki upp.
Í markaðssetningu er nauðsynlegt að hafa góða sögu til að segja viðskiptavinunum. Eyjafjallagosið, Vestmannaeyjar og hreinleikinn er efnisviður í slíka sögu.
Fyrstu gámarnir út í júlí
�??Skoski framleiðandinn hefur staðfest að vatnið undan Eyjafjöllum er fullkomið til viskígerðar�?? segir Sigurbergur sem er spenntur fyrir nýjum starfsvettvangi. Ekki er um að ræða mikinn útflutning en 5 gámar verða fluttir út í júlí og um 100 á ársgrundvelli. �??�?etta er fyrst og fremst ákveðin fótfesta fyrir frekari landvinninga�?? segir Sigurbergur en verkefni hans munu snúast að mestu um það.
Opið hús í dag
Opið hús verður í dag milli kl. 10-13 og gefst þar tækifæri að kynnast vatninu okkar enn betur, smakka viskí og skoða húsakynnin.
Uppfært:
Eins og glöggir lesendur hafa getið sér til var hér á ferðinni aprílgabb á vegum Eyjafrétta og Ísfélagsins.