Dagana 16. til 18. mars sl. fór fram Íslandsmeistaramót iðngreina í Laugardalshöll og jafnframt kynntu fjölmargir framhaldsskólar landsins starfsemi sína og námsframboð. Kynninguna sóttu 7000 til 8000 manns, aðallega nemendur efstu bekkja grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu.
�??FÍV átti að sjálfsögðu sína fulltrúa þarna. Vorum við með bás á kynningu skólanna og tveir nemendur, þeir Sæþór Orrason og Sigursteinn Marinósson tóku þátt í iðngreinakeppninni. Báðir stóðu sig með stakri prýði. Sæþór gerði sér lítið fyrir og vann keppnina í bilanagreiningu kælikerfa og varð í þriðja sæti í stýringum. Hlaut hann forláta verkfærakassa að launum,�?? segir í frétt frá skólanum.
�??Í básnum okkar á kynningunni kynntu Frosti Gíslason og Hjördís Friðjónsdóttir starfsemi Fablab smiðjunnar sem starfandi er í skólanum á vegum Nýsköpunarstofu. Mesta athygli vakti þrívíddarprentari smiðjunnar sem gefur innsýn í þrívíddarhönnun til framleiðslu hluta með hjálp tölvustýringa.
�?orbjörn Númason leyfði þátttakendum að prófa suðuhermi skólans sem gefinn var af málmiðnaðarfyrirtækjum í Vestmannaeyjum og nýtist vel í kennslu byrjenda í málmsuðu. Á sjónvarpsskjá rúllaði síðan kynningarmyndband um starfsemi FÍV og námsframboð.
Að hönnun bássins komu tveir fyrrverandi nemendur skólans, þeir Sighvatur Jónsson og Sæþór Vídó �?orbjarnarson. Sighvatur sá um gerð myndbandsins og Sæþór um myndskreytingar og útlit. Var mál manna að básinn væri einn sá best heppnaði á svæðinu. �?eir eiga því þakkir skyldar fyrir frábært starf.
Tilgangur okkar með þátttökunni var að gera skólann okkar sýnilegan á landsvísu og vekja athygli á þeirri fjölbreytni náms sem raunverulega er í boði í Vestmannaeyjum að loknum grunnskóla.�??