Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld verður með 200 rúllandi ljósmyndir á stóru sýningartjaldi, sumardaginn fyrsta fimmudaginn 20. apríl, kl. 13.00-14.30 í Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50.
Að þessu sinni verða sýndar ljósmyndir af börnum og unglingum í Eyjum og voru þær flestar teknar á árunum 1960-1985. Boið verður upp á kaffi í hléi eftir 100 myndir og síðan tekin seinni hálfleikur.
Kári Bjarnason og Arnar Sigurmundsson verða Sigurgeir til aðstoðar líkt og á fyrri sýningum. Mjög góð asókn hefur verið á sýningum Sigurgeirs og aðgangur ókeypis, en þessar sýningar eru samstarfsverkefni Ljósmyndasafns Vm. og Visku.