Bílabúð Benna hélt bílasýningu hjá Nethömrum um þar síðustu helgina þar sem kynntir voru bílar frá Ssangyong og Opel. Sýndir voru jeppar frá Ssangyong sem vakið hafa athygli, Rexton, Korando, Tivoli og Tivoli XLV.
Frá Opel voru það flaggskipið Insignia, fjölhæfi borgarbíllinn Corsa, og nýjasta kynslóðin af Opel Asta sem unnið hefur til fjölda verðlauna upp á síðkastið.
�??Helgin gekk vel hjá okkur, mikið reynsluekið og almenn ánægja með þá bíla sem voru á staðnum. Við erum virkilega þakklátir Eyjamönnum fyrir frábærar móttökur og hlökkum mikið til næstu heimsóknar til Vestmannaeyja,�?? sagði Svavar Grétarsson, sölufulltrúi hjá Bílabúð Benna.