�??Á stórgóðum borgarafundi um samgöngur sem haldinn var að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns og héraðsfréttamiðlanna Eyjafrétta og Eyjar.net í þar síðustu viku kom upp sterk krafa um að halda þyrfti sem fyrst annan fund um samgöngur og horfa þar til framtíðar, ræða nýja ferju og þróun Landeyjahafnar. Einhverjir fundarmenn orðuðu það svo að fundurinn í þar síðustu viku hafi verið góður fyrri hálfleikur,�?? segir Elliði Vignisson um fund um samgöngur í Höllinni kl. 18.30 í kvöld.
�??�?ar verður gerð tilraun til að líta af baksýnisspeglinum og horfa fram á veginn. Höfuðáhersla verður lögð á að kynna hið nýja skip sem nú er byrjað að smíða og þróun Landeyjahafnar.�??
Von er til að á fundinum fáist svör sem brunnið hafa á Eyjamönnum undanfarin ár. Mikið vantar upp á að Landeyjahöfn hafi staðist væntingar, varla náð því að vera hálfsárshöfn. Smíði á nýrri ferju hefur tafist og margir hafa efasemdir um að skipið sem nú er hafin smíði á uppfylli kröfur Vestmannaeyinga um bættar samgöngur. Á fundinn mæta menn sem eiga að geta svarað þessum spurningum að einhverju eða öllu leyti.
Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur kynnir endanlega hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju og hvernig búast megi við að hún standist þær kröfur sem til hennar eru gerðar um siglingar við allt að 3,5 metra ölduhæð í Landeyjahöfn, siglingar í �?orlákshöfn og margt fleira.
�?á mun Sigurður Áss Grétarsson frá Vegagerðinni kynna stöðu Landeyjahafnar og þróun hennar frá því að hún var opnuð árið 2010. Farið verður yfir rannsóknir þar að lútandi og væntanlegar framkvæmdir sem eiga að geta auðveldað nýtingu hafnarinnar á heilsársgrundvelli.
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra átti að ávarpa fundinn en samkvæmt aðstoðarmanni hans �?lafi Einari Jóhannssyni mun hann ekki mæta.
Framsögumenn sitja síðan fyrir svörum ásamt Friðfinni Skaptasyni formanni stýrihóps um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og öðrum sem gegna ábyrgðahlutverki í samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar.