Í yfirliti sínu ræddi Björgvin Eyjólfsson, aðstoðarskólameistari FÍV, m.a. mannabreytingar hjá skólanum, þátttöku skólans í Nordplus verkefninu og Íslandsmeistaramót iðngreina í Laugardalshöll svo eitthvað sé nefnt.
�??Litlar breytingar urðu á starfsliði skólans á önninni. Lilja �?skarsdóttir kenndi lífeðlisfræði og Hildur Vattnes tók að sér heilbrigðisfræðina. Einnig minnkaði Einar Friðþjófsson við sig í hálfa stöðu og hóf töku lífeyris eftir nær 40 ára starf.
Skólinn hélt áfram þátttöku í Nordplus verkefninu með Finnum, Lettum og Svíum og fóru tveir kennarar og fjórir nemendur til Finnlands síðustu vikuna í janúar. Í maí tókum við svo á móti 20 manna hópi frá sömu skólum hér í Eyjum þar sem unnið var verkefni í samstarfi við Eldheima. Í haust hittast skólarnir svo í Svíþjóð og verkefninu lýkur síðan í Lettlandi í janúar 2018.
Dagana 16.-18. mars fór fram Íslandsmeistaramót iðngreina í Laugardalshöll og jafnframt kynntu fjölmargir framhaldsskólar landsins starfsemi sína og námsframboð. Kynninguna sóttu 7-8000 manns, aðallega nemendur efstu bekkja grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu.
FÍV átti að sjálfsögðu sína fulltrúa þarna. Vorum við með bás á kynningu skólanna og tveir nemendur, þeir Sæþór Orrason og Sigursteinn Marinósson tóku þátt í iðngreinakeppninni. Báðir stóðu sig með stakri prýði. Sæþór gerði sér lítið fyrir og vann keppnina í bilanagreiningu kælikerfa og varð í þriðja sæti í stýringum. Hlaut hann forláta verkfærakassa að launum. Að hönnun bássins komu tveir fyrrverandi nemendur skólans, þeir Sighvatur Jónsson og Sæþór �?orbjörnsson. Sighvatur sá um gerð myndbandsins og Sæþór um myndskreytingar og útlit. Var mál manna að básinn væri einn sá best heppnaði á svæðinu. �?eir eiga því þakkir skyldar fyrir frábært starf.
Tilgangur okkar með þátttökunni var að gera skólann okkar sýnilegan á landsvísu og vekja athygli á þeirri fjölbreytni náms sem raunverulega er í boði í Vestmannaeyjum að loknum grunnskóla,�?? sagði Björgvin.
Forvarnir og minnkað brottfall
Skólafundur var haldinn 9. maí í samstarfi við heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og lögregluna og var umfjöllunarefnið fíkniefni, áfengi, kynferðismál og kynferðisbrot. Gagnlegir fyrirlestrar voru haldnir og í framhaldi voru umræður þar sem nemendur viðruðu skoðanir sínar á málefnunum og komu með hugmyndir um hvað betur mætti fara í forvörnum.
Námið á vorönn hófu 210 nemendur í mismörgum einingum. Tæplega 95% þessara eininga skiluðu sér til prófs. �?etta telst mjög gott og erum við að sjá árangur af markvissri vinnu skólans við að minnka brottfall með ýmsum aðgerðum.
Á þessari önn fá 47 nemendur einingu fyrir góða skólasókn. Til að fá skólasóknareiningu þarf raunmæting nemenda að vera yfir 90%.
Skapast hefur sú venja að veita nemendum með frábæra mætingu fría innritun á næstu önn og að þessu sinni bera tveir nemendur af með 100% raunmætingu sem þýðir að þeir hafa mætt í hvern einasta tíma á önninni. Geri aðrir betur. �?etta eru þeir Arnar Freyr Ísleifsson og Helgi Birkis Huginsson,�?? sagði Björgvin að lokum, stoltur af sínum mönnum.