Devon Már Griffin hefur skrifað undir nýjann 3ja ára samning við ÍBV. �?essi ungi og efnilegi Eyjapeyji brotnaði illa í leik ÍBV- Víkings R þann 14. maí sl.
Hann þurfti að fara í aðgerð en allt miðar þetta í rétta átt og er hann jákvæður fyrir framhaldinu. �?etta er leiðindarverkefni en hann tæklar þetta eins og allt annað. ÍBV mun standa þétt við bakið á honum og hlökkum við mikið til að sjá hann inni á vellinum aftur sem verður vonandi fyrr en síðar.