Í síðustu viku komu saman fulltrúar allra stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar til að ræða stöðu sjávarútvegs og tengdra greina í Vestmannaeyjum með tilliti til samgangna og flutninga. Er ljóst að þeir anna engan veginn þörfinni. Var ráðherrum sent bréf þar sem þess er krafist að ferðum Herjólfs verði fjölgað úr sex á dag í átta.
Á fundinum var staðfest að allar greinar sjávarútvegs í Vestmannaeyjum líða nú fyrir ónógar samgöngur. Álagið á Herjólf sé slíkt að þær fáu ferðir sem farnar eru á hverjum degi dugi hvergi til að anna ferðaþjónustu, hvað þá sjávarútvegi eða almennum íbúum.
�??Á meðan tapast tækifæri, hráefni skemmist og fyrirtæki verða fyrir miklum skaða þar sem illa gengur að vinna verðmæti úr því sjávarfangi sem flytja þarf með Herjólfi,�?? segir í ályktun sem fundurinn sendi frá sér.
�??Fjölgun ferða með Herjólfi um eina á dag í sumaráætlun er góðra gjalda verð og hraustlegt framtak þeirra sem að komu en dugar þó hvergi til að mæta þörfinni eins og hún er. Með bréfi þessu er gerð sú krafa að ferðum Herjólfs í sumaráætlun verði tafarlaust fjölgað í 8 á hverjum sólarhring, alla vikuna eins og svigrúm er til. Einungis þannig teljum við okkur geta skapað samfélaginu þau miklu verðmæti sem við höfum burði til.�??
Gera þeir tillögu um að fyrsta ferð frá Vestmannaeyjum verði klukkan 7.30 og síðasta ferð úr Landeyjahöfn klukkan 22.30.
Minnt er einnig á mikilvægi þess að þegar vetraráætlun í �?orlákshöfn tekur við muni vandinn enn aukast verði ekki gripið til aðgerða. �??Hafa þarf hugfast að sjávarútvegsráðherra hefur nýverið tekið ákvörðun um aukningu á fjölmörgum nytjastofnum. Eðlilega veldur það auknu álagi á flutningskerfið og mikilvægt að fyrirtæki verði ekki hindruð í að nýta þau tækifæri sem í því eru fólgin.
Með bréfi þessu er því einnig gerð krafa að farnar verði a.m.k. 5 til 6 næturferðir til viðbótar við hefðbundna áætlun þegar siglt verður til �?orlákshafnar.
Vestmannaeyjar eru ein stærsta verstöð á landinu og vinsæll áfangstaður ferðamanna. Samfélagið hér hefur alla burði til að halda áfram að dafna og leggja samfélaginu öllu til verðmæti til samneyslu. �?að er þó háð því að ekki verði látið undir hælinn leggjast að tryggja þá undirstöðu sem fólgin er í samgöngum.
�?skað er eftir viðbrögðum við erindi þessu svo fljótt sem verða má enda tapast verðmæti á hverjum degi þar til gripið verður til viðeigandi ráðstafana,�?? segir í ályktuninni sem send var Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, �?orgerði Katrín Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra og �?órdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- og nýsköpunarráðherra.
Undir þetta skrifuðu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Vestmannaeyjahafnar, Ísfélags, Vinnslustöðvar, Löngu, Godthaab, Iðunn Seafood, Gríms kokks, Bergs-Hugins, Leo Fresh Fish og Fiskmarkaðs Vestmannaeyja.