�?ann 24. maí sl. brautskráðust á fimmta hundrað nemendur úr Tækniskólanum við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu. 61 útskrifaðist úr Byggingatækniskólinn, 29 úr Handverksskólanum, 47 úr Raftækniskólanum, 66 úr Skipstjórnar- og Véltækniskólinn, 53 úr Upplýsingatækniskólanum, 54 úr Tæknimenntaskólanum, 58 úr Flugskólanum, 24 úr Margmiðlunarskólanum, 54 úr Meistaraskólanum og 18 úr Vefskólanum. �?ó nokkrir Eyjamenn voru meðal útskriftarnema og hlutu fjórir þeirra viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Blaðamaður setti sig í samband við nokkra útskriftarnema og ræddi við þá um námið og framtíðina.
Jónatan Gíslason
Aldur: 35 ára.
Búseta: Reykjavík.
Í hverju varstu að útskrifast: �?g var að útskrifast í rafeindavirkjun.
Hvað tók námið langan tíma: Nám í rafeindavirkjun er þrjú og hálft ár ( sjö annir). Fjórar annir í grunndeild rafiðna og svo sérnám í rafeindavirkjun sem er þrjár annir. �?að tók mig samt aðeins meira en þessi rúmu þrjú ár. �?g tók Grunndeildina í Eyjum 2001 og byrjaði svo í rafeindavirkjun í Iðnskóla Reykjavíkur 2003. �?g tók mér pásu 2004 frá námi sem varð aðeins lengri en ég ætlaði mér en byrjaði aftur haustið 2015, var þá í skóla samhliða vinnu þar til ég útskrifaðist.
Af hverju valdir þú þetta nám, hafðir þú alltaf áhuga á því: Rafeindatækni hefur alltaf heillað mig eða frá því að ég var peyi og fylgdist með pabba laga allskonar rafmagnsdót heima. �?g var búinn að ákveða að læra þetta þegar ég var 16 ára og var nýbyrjaður í FÍV og hef stefnt að því síðan að klára það.
Myndir þú mæla með Tækniskólanum: Alveg klárlega. Mórallinn er góður í skólanum, fín aðstaða og fínir kennarar.
Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hljóta viðurkenningu fyrir góðan námsárangur: Fyrst og fremst bara skemmtilegt að sjá að það sem maður lagði á sig og fjölskylduna hafi skilað einhverju.
Hvað tekur nú við: �?g hef starfað hjá fyrirtæki sem heitir Friðrik A. Jónsson ehf og stefni á að halda því áfram. Friðrik A. Jónsson ehf er með Simrad siglingar og fiskileitartæki. �?g vinn á rafeindaverkstæðinu þar við uppsetningu og viðgerðir á allskyns rafeindabúnaði fyrir skip. Stefnan er svo að fara í Rafiðnfræði í HR einhvern tímann í náinni framtíð.