Fjögurra daga veisla í listum og sjálfsprottinni gleði - myndir
15. júlí, 2017
Sjaldan eða aldrei hafa fleiri mætt á Goslokahátíð en í ár og má segja að bærinn hafi verið fullur af fólki. Dagskráin var mjög fjölbreytt og lætur nærri að um 50 viðburðir hafi verið í boði, myndlistarsýningar, tónleikar og uppákomur fyrir börn á öllum aldri og svo skemmtanir á kvöldin. Góð mæting var á alla viðburði og ekki annað að heyra en að fólk væri ánægt enda veður gott og fólk mætti til að eiga góða stund, skemmta sér og öðrum og sýna sig og sjá aðra. Er Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum búin að vinna sér sess sem ein allsherjar menningarhátíð og sem ættarmót af stærri gerðinni. Goslokanefnd lagði áherslu á að bæjarbragurinn yrði í anda hátíðarinnar og voru margir sem svöruðu því kalli.
Ekki var möguleiki að komast yfir alla viðburði en blaðamenn Eyjafrétta fóru víða og hér má sjá afraksturinn.
Hér má sjá nokkrar myndir frá helginni.
Spákona
Spákonan Sunna Árnadóttir spáði í bolla og spil fyrir gesti og gangandi í Pennanum og komust færri að en vildu.
Myndefnið sótt í Surtsey
�?órunn Bára Björnsdóttir bauð upp á athyglisverða myndlistarsýningu í Eldheimum þar sem gróður í Surtsey og framþróun hans var viðfangsefnið. Skemmtileg sýn á þessa náttúruperlu sem fengið hefur að þróast án afskipta mannsins frá 1963. �?órunn Bára hefur aldrei stigið fæti á Surtsey en nýtir Netið við vinnslu verka sinna.
Sýndi og sagði sögur
Andrés Sigmundsson sýndi og sannaðí á sýningu sinni í Gallery Papacross, við Heiðarveg að hann kann að mála og hefur auga fyrir litum og formum. Flott sýning og skemmtileg.
Hann bætti um betur þegar hann fór göngu um miðbæinn og sagði sögu húsa og annars sem fyrir augu bar. �?átttaka var góð og gerður góður rómur að þessu framtaki Andrésar.
Frumraun sem lofar góðu
Myndlistarsýning Magna Freys Ingasonar í Húsi Taflfélagsins við Heiðarveg kom á óvart. Hann tók sig til fyrir tveimur árum að mála myndir og notar mest akrýlliti. �?etta er hans fyrsta sýning og lofar hún góðu um framhaldið.
Magni er ófeiminn að nota sterka liti og hefur gott vald á viðfangsefninu. Hlakka til að sjá næstu sýningu því hann segist hvergi nærri hættur.
Með auga fyrir smáatriðum
Ísleifur Arnar Vignisson, Addi í London, er yfirleitt með myndavél á lofti ef eitthvað er að gerast í Vestmannaeyjum. �?etta hefur hann gert í áratugi og mátti sjá örlítið sýnishorn úr safni hans á sýningu í Akóges um helgina.
Viðfangsefnið eru Vestmannaeyjar og það sem hér gerist. Hann hefur mikið dálæti á Smáeyjum sem blasa við honum út um stofugluggann sem mátti sjá á sýningunni sem er góður vitnisburður um ljósmyndarann Adda í London sem hefur auga fyrir smáatriðunum og veit hverju hann vill koma til skila þegar mynd er tekin.
Um 1000 manns sóttu sýninguna og er Addi mjög þakklátur fyrir það.
Haldið ótrauð áfram
Alltaf koma félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja manni á óvart. Um helgina sýndu þau í sal Listaskólans. Verkin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg sem þarna sýndu. Og enn og aftur segi ég, það má sjá framfarir með hverri sýningu og á meðan svo er á félagið rétt á sér og miklu meira en það. Haldið ótrauð áfram.
�?arft og tímabært framtak
Sýningin �??�?rnefni í Vestmannaeyjum�?? er þarft framtak hóps undir forystu Péturs Steingrímssonar. Afraksturinn er á ljósmyndum af Heimaey þar sem örnefni eru skráð inn á. Með Pétri voru Hávarður Sigurðsson, Már Jónsson, �?lafur Týr Guðjónsson, Friðbjörn Valtýsson og �?skar �?lafsson prentari sem vann tölvuvinnuna á myndunum sem er mikil og vandasöm vinna. Síðar kom inn í hópinn Gunnlaugur Grettisson. Gestir geta aðstoðað og bætt á listann.
�?að sem aldrei hefur
verið rætt
Guðrún Erlingsdóttir blaðamaður með meiru var í Eldheimum með það sem hún kallaði Spjallstund – samtal kynslóða. Fékk hún til sín mæðginin Sjöfn Kolbrúnu Benónýsdóttur, Bobbu og Grím Gíslason og mæðgurnar Ester Kristjánsdóttur og Hafdísi Sigurðardóttur til að segja frá upplifun sinni af gosinu. Bobbu og Ester sem mömmurnar sem þurftu að flytja heimili og börn og aðlagast nýjum aðstæðum og Hafdís og Grímur sögðu frá sinni lífsreynslu.
Kom þar margt á óvart eins og það að Grímur, þá átta ára grét sig í svefn á hverju kvöldi þar sem hann dvaldi hjá frænku sinni í Fljótshlíðinni veturinn 1973. Horfandi á Vestmannaeyjar út um gluggann. Eitthvað sem mamma hans vissi ekki áður.
Ester og Hafdís fluttu nokkru sinnum í gosinu og skipti Hafdís jafn oft um skóla. �?ar þurfti hún að standa á sínu því krakkar réðust á hana vegna þess að hún kom frá Vestmannaeyjum.
Mæting var góð og var athyglisvert að heyra hvernig þau upplifðu gosið og það sem á eftir fór. Niðurstaðan var að enn er mikið óuppgert og að þetta var enginn dans á rósum.
Hrafnarnir sungu sinn söng
Hrafnarnir brugðust ekki á tónleikunum í Eldheimum á föstudagskvöldið. Ein reyndasta hljómsveit landsins í árum talið og drengirnir njóta þess að koma fram og skemmta fólki, bæði í tónum og tali.
Troðfullt var og mikil stemning í anda Eyjamanna. Sindri Freyr hitaði upp og sýndi og sannaði að þar er rísandi stjarna á ferðinni.
Enn eitt púslið í sögunni
�?að var vel mætt á frumsýningu heimildarmyndar Gísla Pálssonar, Valdimars Leifssonar og Bryndísar Kristjánsdóttur, Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér.
Hún er byggð á samnemdri bók Gísla sem rekur sögu Hans Jónatans sem var sonur ambáttar á St. Croix í Karíbahafi en fluttist með dönskum húsbónda sínum til Kaupmannahafnar áður en hann kom sér til Íslands. Hann settist að á Djúpavogi árið 1802 og giftist Katrínu Antoníusdóttur. Afkomendur þeirra í dag eru um 1000 talsins.
Allt svo leikandi létt
�?að var upplifun að vera viðstaddur tónleika Silju Elsabetar Brynjarsdóttr og Alexanders Jarls �?orsteinssonar í Eldheimum á laugardaginn. �?etta unga fólk sem nú stundar söngnám við virta tónlistarskóla í London tók sín fyrstu skref á söngbrautinni í Vestmannaeyjum þar sem þau ólust upp. Og framfarirnar eru miklar og létu þau sig ekki muna um að hjóla í vinsælustu aríur og sönglög óperubókmentanna. Allt svo leikandi létt og skemmtilegt og þau náðu að krydda tónlistina með léttum leik og kynningum milli laga.
�?ó tónlistarviskan sé ekki mikil hjá þeim sem þetta skrifar er það hans sannfæring að Silja og Alexander eigi eftir að ná langt á listabrautinni. Og það voru örugglega fleiri en mömmur og ömmur þeirra sem fengu tár í auga þessa stund.
�?au sungu nokkrar íslenskar söngperlur og Eyjalögin öðluðust nýja vídd í meðförum þeirra.
�??Við erum hrærð og snortin yfir stórkostlegum móttökum og frábærri aðsókn á tónleikum okkar. Við viljum þakka þeim sem komu og hlýddu á okkur og ekki síður þeim styrktaraðilum sem gerðu tónleikana að veruleika,�?? sögðu Silja Elsabet og Alexander Jarl eftir tónleikana og vildu koma á framfæri þakklæti til Vinnslustöðvarinnar, Ísfélagsins, Frás, Geisla, Skipalyftunnar, Atlantic fresh, Eimskips, Samskipa, Íslandsbanka, Deloitte, Glófaxa og Vestmannaeyjabæjar.
Tólf ára myndlistarkona
Rúsínan í pylsuendanum var svo sýningin hennar Sunnu Einarsdóttur í anddyri Hótels Vestmannaeyja. Sunna sem er tólf ára Eyjapæja var þarna með sína aðra myndlistarsýningu. Myndirnar eru vel gerðar og skemmtlegar og fullar af græskulausum húmor.
Tónleikar Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla framtíðarinnar
�?að var mikið fjör á tónleikum Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla framtíðarinnar sl. fimmtudagskvöld. Gera má ráð fyrir að allt að 120 manns hafi lagt leið sína á tónleikana en það var ekki mikið eftir af stólum þegar hljómsveitin steig á stokk þegar klukkan var rétt skriðin yfir tíu.
Tók Jónas öll sín helstu lög ásamt því að segja sögur inn á milli laga og fá fólk til þess að hlægja. Jónas, sem er uppalinn í �?orlákshöfn, ræddi m.a. sína fyrstu ferð til Vestmannaeyja, þá tvítugur að aldri að spila með Sólstrandagæjunum. Að hans sögn var þessi ferð hreint ævintýri og minningin þaðan ein af þessum ógleymanlegu minningum sem fólk tekur með sér yfir móðuna miklu. Fyrir þann tíma hafði Vestmannaeyjar í hans huga verið einhver dularfullur heimur handan við hafið og þegar Herjólfur kom að bryggju kölluðu krakkarnir �??HERJ�?LFUR, HERJ�?LFUR, HERJ�?LFUR.�?? Líkti hann upplifuninni við geimskutlur í Flórída, svo merkilegt var hvíta ferlíkið.
Opin æfing hjá ÍBV
í boði Bónuss var opin æfing á Hásteinsvelli hjá liðsmönnum meistaraflokks karla og kvenna ÍBV fyrir alla krakka í 5.-7. flokk. �?arna gátu krakkarnir komist í návígi við knattspyrnuhetjur Vestmannaeyja ásamt því að fá ýmsa glaðninga sem í boði voru í lok æfingar.
Barnagleði í boði Ísfélags Vestmannaeyja
�?að var mikið stuð á barnagleði Ísfélags Vestmannaeyja á Stakkagerðistúni þar sem íbúar Latabæjar komu og skemmtu gestum og gangandi með söngvum og skemmtilegum uppákomum. Söngvarinn Aron Brink, sem skaust fram á sjónarsviðið í undankeppni Eurovision í ár, kom einnig fram og tók smellinn sinn ásamt öðrum vel völdum lögum. Að lokum fengu allir sem vildu að gæða sér á sérframleiddum Goslokaís í boði Ísfélagsins.
The Brothers Brewery kynnti MLV9
�?að var glatt á hjalla þegar bruggbræðurnir í The Brothers Brewery kynntu bjórinn MLV9 í húsakynnum sínum á föstudaginn en fyrir þá sem ekki vita er bjórinn bruggaður til heiðurs knattspyrnugoðsins Margrétar Láru Viðarsdóttur. Ekki var annað að sjá en að MLV9, sem er DIPA 9.5% humlasprengja, hafi fallið í kramið hjá bjórunnendum.
Tónleikar og myndlistasýning
Júníusar Meyvants
Eyjamaðurinn og listamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, sló upp myndlistarsýningu og miðnæturtónleikum í gamla Ísfélagshúsinu þar sem aðgangur var ókeypis. Mætingin á tónleikana var vægast sagt góð og var fullt út dyrum og rúmlega það.
Daði Freyr
Daði Freyr úr Daði og Gagnamagnið, sem óvænt sló í gegn í undankeppni Eurovision fyrr á þessu ári, kom fram fyrir framan Eymundsson og skemmti fjölmörgum aðdáendum sínum, allt frá nokkurra ára gömlum krökkum upp í fullorðið fólk. Voru tónleikarnir vel sóttir enda blíðskaparveður og Daði hress að vanda.
Skipasandur
Dagskráin á útisviðinu á Skipasandi hófst með reynsluboltunum Matta Matt og Eyþóri Inga sem héldu uppi stuðinu þar til röðin var komin að Daða Frey sem tók m.a. smellinn �??Hvað með það�?? ásamt ýmsum ábreiðum sem hann hefur gert vinsælar síðustu misserin. �?að voru síðan Brimnesingar sem stigu síðastir á stokk á útisviðinu og skemmtu fram eftir nóttu eins og þeim einum er lagið. Einnig var mikið að gerast í krónum á svæðinu eins og hefð er fyrir, Gulli skipper og co., Hrafnar, Leó Snær, Jógvan, KK bandið, Siggi Hlö og fleiri.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.