Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að bæta einu ári í viðskiptafræði í staðarnámi við námsframboð sitt í Vestmannaeyjum. Síðasta haust hófst kennsla á eins árs diplómanámi í haftengdri nýsköpun en frá og með næsta hausti mun Eyjamönnum einnig standa til boða að hefja nám í viðskiptafræði, með áherslu á sjávarútveg, í heimabyggð.
�??Markmiðið með þessu er að auka þjónustu við íbúa hér og fjölga valkostum,�?? segir Ásgeir Jónsson, aðjunkt við HR. En hvar stendur nemandi eftir eitt ár í viðskiptafræði hjá HR í Eyjum? �??Nemendur hafa þann valkost að hefja nám hér í heimabyggð og fá reynslu af viðskiptafræði- og sjávarútvegstengdum fögum. Í því felst þó nokkurt hagræði og öryggi enda fyrstu skref í háskólanámi bæði verið kostnaðarsöm og krefjandi. Að vetrinum loknum, haust- og vorönn, hafa nemendur svo nokkra valkosti; að taka einnig sumarönn og útskrifast með diplómagráðu í haftengdri nýsköpun, ljúka námi í staðarnámi í HR í Reykjavík eða ljúka námi í staðar- eða fjarnámi við Háskólann á Akureyri,�?? en haftengd nýsköpun er kennd í samstarfi við HA.
Ásgeir segir nemendur því í raun hafa marga valkosti að námi loknu, líkt og nemendur hafi að loknu námi i haftengdri nýsköpun. �??�?að fer svo eftir því hvaða námsbraut viðkomandi velur að klára hversu mikið af þessum einingum nýtast áfram. �?ær nýtast til dæmis að fullu í viðskiptafræði við HR og í viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg við HA.�?? Ásgeir segir nemendur sem skrái sig í viðskiptafræðina í Eyjum fylgi nemendum í haftengdri nýsköpun að en taki ekki sumarönn líkt og þeir. �??Með þessu erum við bæði að styrkja nemendahópinn hér í Eyjum og að auka valmöguleika fyrir heimafólk.�??
Námið hjá HR í Eyjum er einskonar blanda að staðar- og fjarnámi. �??Allir kúrsar eru fjarkenndir frá HR og HA. �?ðruvísi gengi námið ekki upp, hvorki í framkvæmd né kostnaðarlega. �?g er svo hér í Eyjum til að þjónusta og aðstoða nemendur, ásamt Valgerði Guðjónsdóttur framkvæmdarstjóra Visku. Nemendur hlíða saman á fyrirlestra og styðja hvorn annan í verkefnavinnu og kennarar og fjarnemar koma svo hingað í staðarlotur.�?? Sú nýbreytni verður á næsta ári að öll dæmatímakennsla í þyngri reiknifögunum fer fram í Eyjum og verður sá kennari staðsettur í Eyjum. �??Með því er verið að bæta þjónustu við nemendur hér. Stærðfræðin getur verið snúin og krafist jafnari ástundum og kennslu.�?? Opið er fyrir umsóknir í haftengda nýsköpun eða staðarnám í viðskiptafræði til 1.ágúst. Allar frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu HR.