Snillingarnir í Áttunni eru staðfestir á stóra sviðinu í Herjólfsdal laugardaginn 5.ágúst og tilkynntu það með þessu skemmtilega
myndbandi. Dagskráin á laugardeginum er þá endanlega staðfest – Áttan, Friðrik Dór, FM95Blö, Dimma með miðnæturtónleikana eftir flugeldasýninguna – og svo stígur Páll �?skar á sviðið og gerir allt vitlaust eins og honum einum er lagið í Dalnum. �?að eru svo Stuðlabandið og Gullfoss sem loka Eyjunni til morguns.
Einnig bætast stórsöngvarinn Jón Jónsson og Brekkusöngs-stjórinn Ingó við magnaða dagskrá: Emmsjé Gauti, Frikki Dór, Aron Can, Hildur, Páll �?skar, Skítamórall, Ragnhildur Gísladóttir, Rigg ásamt Selmu, Regínu, Friðrik �?mari, Matta, Jógvan og Eyþóri Inga, Herra Hnetusmjör, Alexander Jarl og Brimnes.