Síðastliðinn föstudag útskrifuðust fyrstu nemendurnir með diplóma í haftengdri nýsköpun frá Háskólanum í Reykjavík, en námið fer fram í Vestmannaeyjum. Á viðburðaríku ári hafa þau unnið að eigin nýsköpunarverkefnum ásamt metnaðarfullum verkefnum í samstarfi við hin ýmsu fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Við óskum þeim innilega til hamingju.