Fram kemur á vef ÍBV að Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hafi í dag valið Clöru Sigurðardóttur í lokahóp sinn fyrir undankeppni EM sem haldin verður í Azerbajan dagana 29.sept – 9.okt n.k. Clara hefur leikið þó nokkuð með meistaraflokksliði ÍBV í sumar þrátt fyrir ungan aldur og staðið sig mjög vel.