Í fundargerð bæjarráðs frá því í hádeginu í dag kemur fram að ráðið mótmælir skertu samgögnuöryggi þegar farþegaskipið Röst kemur til Eyja að leysa af á meðan Herjólfur fer í slipp síðar í mánuðinum en Röst hefur ekki leyfi til að sigla til �?orlákshafnar ef ófært verður til Landeyjahafnar.
“Bæjarráð mótmælir því að bjóða eigi upp á mjög svo skert samgönguöryggi þegar Herjólfur fer til viðgerða nú síðar í mánuðinum en fyrir liggur að afleysingaskipið �??Röst�?? hefur ekki fullt haffæri til siglinga á hafsvæðinu í kringum Vestmannaeyjar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um það hvernig standa skal að flutningum á fólki, vörum og öðrum aðföngum ef til þess kemur að ölduhæð verði þannig að ekki verði hægt að sigla í Landeyjahöfn þennan tíma.
Bæjarráð telur að mál sem þessi sýni enn og aftur hversu mikilvægt það sé að heimamenn komist úr því að vera áhorfendur að ákvörðunum um samgöngur og taki þess í staða fulla ábyrgð á rekstri þeirra og fái þannig beinan aðgang að þessu stærsta hagsmunamáli samfélagsins í Eyjum.
Til marks um stöðu Vestmannaeyjabæjar þegar að samgöngum kemur þá þurfa fulltrúar Vestmannaeyjabæjar að lesa um það í fjölmiðlum að afleysingarskipið hafi ekki haffæri til siglinga í �?orlákshöfn.
Bæjarráð bendir einnig á að afleysingaskipið hefur minni flutningsgetu bæði hvað varðar bíla og farþega og því er þess krafist að ferðum verði fjölgað umfram það sem annars væri og því eðlilegt að sumaráætlun verði látin gilda a.m.k. þar til Herjólfur kemur úr viðgerð.
Að lokum ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að þingmenn kjördæmisins láti til sín taka hvað ofangreint varðar.”