Meðal mála sem hafa verið rædd Eyjamanna á milli um þessar mundir eru gjaldskrá leikskóla hér í bæ. �?að var fréttamaður á dv.is sem kom umræðunni af stað, en Freyr Arnaldsson tók svo saman gjöldin sem borguð eru fyrir leikskóla í Vestmannaeyjum og bar saman. �?að leiddi í ljós að dýrustu leikskólagjöldin eru meðal annars hér í Vestmannaeyjum. En pistill hans má lesa
hérna.
Elliði Vignisson bæjastjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að Vestmannaeyjabær hefði einsett sér að leita allra leiða til að halda Vestmannaeyjum sem góðum stað fyrir alla. �??Á seinustu árum höfum við sérstaklega horft til barnafólks auk fatlaðra og aldraðra. Merki um þetta má víða sjá og má td. nefna verulega aukna þjónustu frístundavers, upptöku frístundastyrkja, fjölgun inntökutímabila, heimagreiðslum til foreldra, fjölgun leikskólaplássa og svo mætti lengi telja. �?að má alveg ljóst vera að gjaldskrá leikskóla er meðal þess sem við viljum halda sanngjörnum og það liggur því í hlutarins eðli að nú kann að vera orðin tímabær lækkun þessara gjalda.�??
Að gjaldskráin falli betur að þeirri stefnu að Vestmannaeyjabær sé fjölskyldu- og barnvænn staður að búa á.
Gjaldskrár Vestmannaeyjabæjar eru tengdar vísitölu og uppreiknaðar ársfjórðungslega. Elliði sagði að reglulega fari fagráðin síðan yfir stöðuna og gera leiðréttingar ef staða gjaldskráa eru ekki í samræmi við stefnu þeirra. �??�?g hef rætt stöðu gjaldskrár leikskóla við formann ráðsins og nefndarmenn og meðal þeirra er einhugur hvað varðar að láta þá gjaldskrá falla að þeirri stefnu okkar að Vestmannaeyjabær sé fjölskyldu- og barnvænn staður að búa á.�??
Sveitafélög á Íslandi að taka á sig stærra og stærra hlutfall af þessum rekstri
�??Leikskólar eru í senn mikilvæg og dýr úrræði. �?eir eru fyrsta skólastigið og þar starfar fjöldinn allur af fagfólki sem veitir fjölbreytta og góða þjónustu. Sú þróun hefur verið að eiga sér stað að sveitarfélög hér á landi eru alltaf að taka á sig stærra og stærra hlutfall af þessum rekstri. Fyrir ekki nema um 10 árum var hlutfalls skiptingin þannig að Vestmannaeyjabær var að greiða um 55% af kostnaði við hvert leikskólapláss og foreldri þá um 45%. Núna í dag er þessi skipting orðin þannig að Vestmannaeyjabær greiðir rúmlega 80% af kostnaðnum og foreldrar tæplega 20%.�?? sagði Elliði. En hann bætir við að þessi þróun komi til með að halda áfram. �??Hvað sem slíku líður þá er brýnt fyrir fræðsluráðið okkar að taka þessa gjaldskrá leikskóla til endurskoðunar og tryggja að hún falli að stefnu okkar um fjölskylduvænt samfélag,�?? sagði Elliði að lokum.