�?að var mikið í hlegið í Einarsstofu þar sem þær frænkur, Anna �?skarsdóttir og Guðrún Einarsdóttir og Katrín Theódórsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir rifjuðu upp æskuárin í Vestmannaeyjum í Einarsstofu á sunnudaginn. Hvert sæti var skipað eins og venjulega og engin þreyta komin í dagskrána sem nú var haldin í sjötta skiptið. Og í fyrsta skiptið voru það konurnar sem áttu sviðið.
Vestmannaeyjar laust fyrir síðustu öld var einstakur staður þar sem flestir deildur kjörum sem hjá flestum voru knöpp og þröngt var búið. En heimurinn var ekki stór. Anna og Guðrún áttu sinn Faxastíg þar sem var pláss fyrir öll trúarbrögð og skoðanir, miðbærinn var svæðið hennar Katrínar þar sem rúnturinn var miðpunktur heimsins. Ingibjörg ólst upp í 16 manna stórfjölskyldu að Kirkjubæjarbraut 4 og var Austurbærinn hennar festa í lífinu. Guðrún í �?orlaugargerði sýndi ótvírætt að fólk ofan girðingar er og verður með sín sérkennilegheit og sérvisku eða frekar visku.
Eins og alltaf er það hlýja og væntumþykja sem skín í gegn þegar æskuárin í Eyjum eru rifjuð upp. Og Eyjahjartað hefur sýnt hvað við eigum mikið sameiginlegt og þegar upp er staðið eru það Vestmannaeyjar og það mannlíf sem hér þrífst sem gerir okkur öll að Eyjamönnum. Sama hvar við búum.