Um helgina urðu þau Guðjón Alex Flosason og Vigdís Hind Gísladóttir úr Crossfit Eyjar Íslandsmeistarar í ólympískum lyftingum í sínum þyngdar- og aldurflokkum. Guðjón Alex keppti í – 69 kg. í undir 20 ára flokki og lyfti þar 83 kg. í snörun og 101 kg. í jafnhendingu. Vigdís Hind keppti í �?? 75 kg í undir 20 ára flokki og lyfti 46 kg. í snörun og 56 kg. í jafnhendingu. Guðjón Alex og Vigdís Hind eru Eyjamenn vikunnar.
Nafn: Vigdís Hind Gísladóttir.
Fæðingardagur: 27. desember.
Fæðingarstaður: Fæddist í Reykjavík en kom beint til Eyja.
Fjölskylda: Mamma mín er Ingibjörg Heiðdal, bróðir minn er Víðir Heiðdal. Síðan bý ég hjá pabba sem er Gísli �??Foster�?? Hjartarson og eiginkonu hans Jóhönnu Jóhannsdóttur.
Draumabíllinn: Hvítur Land Rover Defender er alltaf í uppáhaldi.
Uppáhaldsmatur: Held gríðarlega mikið uppá ananas. En á toppnum er það fiskur af Fiskibarnum, allt sem amma Rannveig gerir og hafragrauturinn á morgnana.
Versti matur: Bjúgu.
Uppáhalds vefsíða: �?g nota youtube örugglega langmest.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?ff, ætli það sé ekki flest rapp þar á meðal Future, Asap Rocky, Kendrick lamar. Svo er íslenska rappið að koma sterkt inn en U2, Arcade Fire og Arctic monkeys eru alltaf í uppáhaldi.
Aðaláhugamál: �?tli það séu ekki lyftingarnar, almenn hreyfing og að ferðast.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Hitler og Ted Bundy.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Berlín og Seyðisfjörður.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Rakel Hlynsdóttir og Freyja Mist �?lafsdóttir. Uppáhalds íþróttafélag er auðvitað Brighton And Hove Albion, og ÍBV.
Ertu hjátrúarfull: Já, á það til, eins og þegar ég er að keppa verða skórnir að vera rétt reimaðir.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi og keppi í ólympískum lyftingum, svo kenni ég spinning og á það til að stunda crossfit af og til.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Shameless og American Horror Story.
Hefur þú lengi stundað ólympískar lyftingar: �?g hugsa að það séu eitthvað í kringum 3 og hálft ár síðan ég byrjaði, og þar inní var ég frá í hálft ár þannig í heildina 3 ár.
Áttir þú von á því að verða Íslandsmeistari: Nei, ég áttti ekki von á því.
Er þetta skemmtileg hreyfing: Já, mér finnst hún gríðarlega skemmtileg.
Eru einhverjar draumaþyngdir sem þig langar að ná: 80 kg. í snörun og 100 kg. í jafnhendingu.
Nafn: Guðjón Alex Flosason.
Fæðingardagur: 8. desember 1999.
Fæðingarstaður: Landspítalinn, Reykjavík.
Fjölskylda: Móðir �?? Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum. Faðir �?? Flosi Arnórsson, skipstjóri. �?mmur �?? Salóme Guðmundsdóttir og �?uríður Hulda Kristjánsdóttir.
Draumabíllinn: Tesla.
Uppáhaldsmatur: Pizza með kjötbotni (Meatza/Mítsa).
Versti matur: Tómatur.
Uppáhalds vefsíða: reddit.com.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Finnst mjög gaman af tónlist úr bíómyndum, þáttum eða leikjum, en fyrir æfingu hlusta ég aðallega á rapp til að koma mér í gírinn.
Aðaláhugamál: Crossfit, lyftingar, tónlist.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Theodore Roosevelt. Sjarmerandi gæi sem gat leitt þjóð sína og flutt góðar ræður. Væri örugglega hægt að læra margt af honum.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fyrr á árinu labbaði ég Fimmvörðuháls og þar var aldrei slæmt útsýni sama hvert var litið. �?að er efst á listanum, án efa.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: �?g er mikill Manchester United maður og verð að segja Ryan Giggs.
Ertu hjátrúarfullur: �?g trúi að ef þú gerir góða hluti þá gerast góðir hlutir við þig, svona Karma-legt. �?g hef enga trú á að brotnir speglar valdi ólukku eða neitt slíkt.
Stundar þú einhverja hreyfingu: �?g æfi aðallega Crossfit, en fór að einbeita mér meira að ólympískum lyftingum fyrir nokkrum mánuðum og er aðeins búinn að æfa síðan.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Eins klisjulegt og það er, Game of Thrones.
Hefur þú lengi stundað ólympískar lyftingar: �?g hef stundað Crossfit í tvö ár og eru ólympískar lyftingar grunnurinn í því, en ég er búinn að vera í ólympískum lyftingum stökum núna í um þrjá mánuði.
Áttir þú von á því að verða Íslandsmeistari: �?egar ég byrjaði að æfa fyrir mót þá gáði ég hver núverandi met væru í mínum aldurs- og þyngdarflokki og stefndi á þær þyngdir. Rétt fyrir mót var ég farinn að ná þeim þyngdum reglulega, svo ég var mjög vongóður á leiðinni inn í þetta mót.
Er þetta skemmtileg hreyfing: Já, ég verð að segja að þetta sé skemmtilegasta hreyfing eðalíkamsrækt sem að ég hef fundið. �?g var lengi í fótbolta sem krakki og fór svo yfir í líkamsrækt í kringum 14 ára og fann mig svo loksins í Crossfit/ólympískum lyftingum.
Eru einhverjar draumaþyngdir sem þig langar að ná: �?að væri draumur að komast í tvöfalda líkamsþyngd í snörun sem er 140 kg. Núverandi met mitt er 83 kg., þannig að ég hef eitthvað til að halda mér við efnið í langan tíma.