Í síðustu viku fóru um Eyjuna hópur af fólki á vegum CBS Sunday News. �?au voru komin til þess að upplifa og mynda pysjuævintýrið. �?au hefðu ekki getað valið sér betri tíma, því hápunktur pysjuveiðanna var í síðustu viku og veðrið frábært.
Um fimm milljónir manns horfa á þáttinn á hverjum sunnudegi, þannig að Vestmannaeyjar, lundinn og Ísland eru að fara fá eina bestu kynningu sem hugsast getur, allavega í Bandaríkjunum. Blaðamaður leitaði hópinn uppi í von um viðtal og fann þau uppá Stórhöfða þar sem var verið að reyna að ná lundanum í sínu eðlilega umhverfi.
Vinnuferðirnar hafa verið margar en þessi er sú besta
Lee Cowan er andlit hópsins og innslagsins sem sýnt verður á næstunni í sunnudags fréttaþætti CBS. En þau voru að vonast eftir að innslagið yrði um átta mínútur og yrði sýnt í lok september. Margra daga vinna við upptökur eru nefnilega ekki nema nokkrar mínútur í sjónvarpi.
Lee var að koma til Íslands í fyrsta skipti og staldraði hann ekki lengi við á meginlandinu þar sem ferðinni var heitið beint til Vestmannaeyja.
Lee sem á farsælan fjölmiðlaferil að baki í sjónvarpi sagði að þetta væri sú allra besta ferð sem hann hafi farið í á vegum vinnunnar eða eins og hann orðaði það �??best trip ever�?? en hann ferðast mikið vegna vinnunar.
�??�?g er með lítið barn heima og því erfitt að fara svona langt í burtu, en þetta er þess virði. �?g hef allavega virkilega góða sögu að segja syni mínum seinna.�??
Vestmannaeyjar eru magnaðar
�?að var bara eitt orð sem Lee hafði um Vestmannaeyjar að segja, �??Amazing�??, náttúran, fólkið, maturinn og var hópurinn reyndar allur yfir sig hrifinn af þeirri upplifun sem þau höfðu fengið af Eyjunni og það sem hún hefur að geyma.
Eggert Skúlason fyrrverandi fjölmiðlamaður var hópnum til halds og traust og fóru þau fögrum orðum um hann. Eggert var kallaður fixerinn af hópnum því hann var boðinn og búinn að verða fyrir öllum þeirra óskum, hversu flóknar sem þær voru. Eggert vill meina að þetta sé stærsta auglýsing sem Vestmannaeyjar gætu fengið að fá þau í heimsókn.
�?trúlega skemmtileg upplifun að fá að fylgjast með þessu
Lee hafði aldrei upplifað annað eins og var mjög uppveðraður af þessari upplifun. �??�?g er nokkuð viss um að þetta sé alveg einstakt í heiminum. �?g hef allavega aldrei kynnst neinu þessu líkt. �?að er alveg ótrúlegt að fylgjast með börnunum og foreldrum þeirra eltast við pysjurnar. Gleðin og spennan í augum barnanna er mögnuð.�??
Til að upplifa pysjustemninguna fyrir alvöru fékk hópurinn til liðs við sig fjölskyldu úr Vestmannaeyjum til að fylgja eftir í pysjuleitinni. En það voru þau Sindri �?lafsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og börnin þeirra tvö, Aron og Sara Rós. Aron fór samt sem áður með aðalhlutverkið og sýndi þeim hvernig alvöru Eyjapeyjar gera þetta. Sindri sagði í samtali við Eyjafréttir að þessi upplifun hafi verið mjög skemmtileg fyrir fjölskylduna og þá sérstaklega Aron. �??�?au fóru með okkur tvisvar sinnum að leita að pysjum og í annað skiptið þá var bílinn allur græjaður með myndavélum og við með míkrafóna. Einnig fóru þeir með okkur í Sæheima að vigta pysjurnar og svo að sleppa þeim.�?? Sindri sagði að þau hefðu séð strax að um mikla fagmenn væri að ræða �??�?au lögðu mikið upp úr því að hafa þetta allt sem eðlilegast, engar uppstillingar eða leikur.�?? Á einum pysjurúntinum náði fjölskyldan átta pysjum sem hefur ekki verið algengt síðustu ár og sagði Sindri að þessi löngu planaða ferð hjá þeim hefði ekki geta verið tímasett betur því allt hefði gengið upp.