Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, kvaðst spenntur og jafnframt bjartsýnn fyrir komandi leiktíð þegar blaðamaður settist niður með honum fyrir helgi. Liðinu er spáð sigri í Olís-deildinni í ár en deildin hefur sjaldan verið eins sterk og einmitt nú. �??Strákarnir eru búnir að vera flottir og duglegir á undirbúningstímabilinu, menn eru búnir að leggja vel inn þannig að mér líst bara vel á þetta. Deildin verður skemmtileg í ár, það er fullt af öflugum mönnum að koma heim sem gerir þetta enn áhugaverðara,�?? segir Arnar.
Ánægður með hópinn
Í sumar bætti ÍBV við sig tveimur nýjum leikmönnum fyrir tímabilið og segir Arnar þá viðbót nauðsynlega. �??Kolbeinn tók þá ákvörðun að fara í bæinn sem við skiljum alveg, stundum þurfa menn aðeins að breyta til. Fyrir vikið þurftum við að ná okkur í markmann og við náðum í Aron Rafn sem er frábært. Svo þurftum við að styrkja miðjuna í vörninni okkar þannig við náðum í Róbert í þá stöðu, hann er frábær kostur, ungur strákur sem er viljugur og flottur. Svo erum við með fullt af ungum strákum hjá okkur sem þurfa að fá sinn tíma og eiga það skilið. Í fyrra vorum við með átta 3. flokks leikmenn sem voru að spila og sjö af þeim skoruðu en í heildina skoruðu þeir yfir 150 mörk í deildinni fyrir okkur sem er náttúrulega bara frábært og maður er stoltur af því. Við viljum vera með blandað lið, byggt upp af okkar heimastrákum með nokkra afburðarleikmenn ofan af landi og okkur finnst það hafa tekist vel núna.�??
Markmið liðsins að fá heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina
Er markmið liðsins að vinna titil eða titla í ár? �??Nei ekki til að byrja með. Auðvitað dreymir okkur alla um að ná árangri og uppskera en við sem lið horfum meira í það að bæta okkur sem íþróttamenn, verða betri með hverjum leik, það er okkar stærsta markmið. En auðvitað viljum við ná topp fjórum eins og öll önnur lið og fá heimaleikjaréttinn og komast í sem besta stöðu þegar úrslitakeppnin byrjar,�?? segir Arnar sem lætur titilspár ekki hafa mikil á sig. �??Við þekkjum þetta alveg, við erum með mjög gott lið, það er engin spurning. Við lærðum mjög mikið á síðasta tímabili þar sem okkur var líka spáð titli en þetta hefur engin áhrif á okkur þannig séð.�??
Aðspurður nánar út í síðasta tímabil segir Arnar það hafa verið svolítið sérstakt. �??Fyrir áramót förum við í svolítinn meiðslapakka. Róbert Aron dettur út í fyrsta leik og kemur ekki inn fyrr en eftir áramót. Á hinn bóginn var ég ekkert ósáttur við tímann fyrir áramót, margir ungir strákar öðluðust mikilvæga reynslu. Frá 15. desember og þar til við mætum Val í úrslitakeppninni, töpum við ekki leik en það gerir einhverja fjóra mánuði. Við litum vel út og vorum að bæta okkar leik stanslaust. Svo mætum við Val og töpum hérna heima og það var sárt, maður var lengi að jafna sig eftir það en við töpuðum bara fyrir virkilega góðu Valsliði, hrikalega vel samstillt og flott lið. �?eir fóru síðan alla leið og kláruðu bæði bikar og deild. �?annig var þetta bara, svekkjandi en einnig mikill lærdómur sem við vonandi náum að nýta okkur.�??
�?fingaferðina til Frakklands segir Arnar hafa verið mjög góða í alla staði þar sem allt hafi verið til alls. �??�?arna var allt í göngufæri og aðstaðan til fyrirmyndar. Við sáum einnig að á okkar svæði hérna í Eyjum, sérstaklega varðandi lyftingar og styrktarþjálfun, að erum mjög framarlega og búum vel. En ferðin í heild sinni, æfingalega, félagslega og hóplega séð var mjög góð í alla staði.�??
Deildin verður jöfn og spennandi
Helstu keppinautar ÍBV í ár verða fjölmargir samkvæmt Arnari en eins og áður hefur verið komið inn á hefur deildin styrkst mikið. �??Deildin er gríðarlega jöfn og mörg lið sem eru ótrúlega vel skipuð og öflug. Valsararnir eru Íslands- og bikarmeistarar en þeir bæta við sig einum besta leikstjórnanda íslensks handbolta fyrr og síðar, Snorra Steini Guðjónssyni. �?eir fá einnig úr atvinnumennsku Árna Sigtryggson sem hefur verið atvinnumaður í �?ýskalandi í einhver tíu ár og Magnús �?la sem var atvinnumaður í Svíþjóð og gríðarlega öflugur leikmaður, þannig að þeir verða frábærir. Við erum einnig með FH-inga sem eru mjög vel skipaðir, Afturelding var sömuleiðis með mjög gott lið en þeir bæta við sig fjórum leikmönnum. Stjarnan fær landsliðshafsent til viðbótar við mjög öflugt lið og svo erum við með Haukana sem fá til sín landsliðsmarkvörð og okkar góðvin sem við þekkjum mjög vel, Pétur Pálsson. Svo eru líka önnur lið sem eru vel skipuð þannig að deildin verður frábær og við verðum að vera það líka ef við ætlum að keppa við þessi lið.�??
Nýtt parket í stóra salnum tilbúið í október
Af fyrstu sjö leikjum liðsins er einn heimaleikur en hann er um miðjan október. Ástæðan fyrir því er sú að verið er að skipta um gólf í stóra sal íþróttamiðstöðvarinnar en dúkurinn sem er löngu kominn til ára sinna mun víkja fyrir splunkunýju parketi. �??Við erum spenntir fyrir því að byrja og komast heim til að spila fyrir okkar áhorfendur, þeir skipta okkur gríðarlegu máli en þessi stuðningur sem við höfum fengið undanfarin ár er partur af því að við getum stillt upp eins sterku liði og raun ber vitni og gert hlutina eins og við höfum verið að gera. �?g hlakka bara til að fara inn í nýtt tímabil með okkar frábæra fólki.�??