Enginn Eyjamaður hafði áhuga á að hitta sænska unglingabókahöfund-inn Kim M. Kimselius í Eymundsson á föstudaginn þar sem hún var tilbúin til að spjalla við fólk og lesa upp úr bókum sínum sem eru orðnar samtals 45 á 20 ára ritferli. Fimm bækur hennar hafa komið út á íslensku og sú sjötta, Svarti dauði kom út í síðustu viku. Með henni voru Elín Guðmundsdóttir, þýðandi og Jón �?. �?ór útgefandi.
�?ó enginn hafi heilsað upp á Kim var hún ánægð með heimsóknina og hefur heillast af Vestmannaeyjum sem verða vettvangur næstu bókar hennar þar sem hún ætlar að tvinna saman Tyrkjaránið og Heimaeyjargosið 1973. Söguhetjurnar eru alltaf þær sömu, Ramóna og Theó sem flakka um í tíma og rúmi og hafa komið við þar sem stærstu atburðir mannkynssögunnar hafa orðið, t.d. í Pompey áður en borgin lagðist í eyði í eldgosi 69 e.K.
Kim var á vikuferð um Ísland og heimsótti fjölmarga skóla á Suðurlandi og hún varð strax hrifin þegar hún vissi að ferðinni yrði heitið til Vestmannaeyja. �??�?g vissi að sjálfsögðu af gosinu 1973 en þegar ég var á leiðinni hingað heyrði ég af sjóræningjunum sem rændu og drápu fólk í Vestmannaeyjum sumarið 1627,�?? sagði Kim í samtali við Eyjafréttir. �??Nú hef ég aflað mér meiri upplýsinga og þegar ég sá þau áhrif sem gosið hafði sá ég að þarna var komið efni í bók. Og ég veit nákvæmlega hvernig ég ætla að hafa hana. �?g er nánast tilbúin með hana í kollinum á mér, alla söguna.�??
Er það svona sem þú vinnur bækur þínar? �??Já, það má segja það en mikil vinna fer í að afla upplýsinga og svo byrja ég að skrifa og nú er bækurnar orðnar 45. Á þessu ári fagna ég svo 20 ára afmæli sem rithöfundur. Vestmannaeyjabókin verður tilbúin 2019 en ég veit ekki hvenær hún kemur út á íslensku. �?að gæti þó orðið sama ár og hún kemur út í Svíþjóð eða á 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar,�?? sagði Kim.
Kim bætti því við að alls staðar þar sem hún færi gerði hún allt sem í hennar valdi stæði til að koma á góðu samstarfi við skóla á viðkomandi stöðum. Hún sagði að þau Kári Bjarnason á Bókasafninu myndu bjóða Grunnskóla Vestmannaeyja upp á samstarf þar sem nemendur myndu lesa bækur hennar og gætu síðan skrifað henni á ensku og spurt útí efni bókanna eða hvað annað sem þeim lægi á hjarta. �??Svona samstarf rithöfundar og lesenda er ég með við þónokkra skóla í Svíþjóð og þar sem næsta bók mín mun hafa Vestmannaeyjar að söguefni ætla ég að reyna að komast í samstarf við Grunnskólann hér.�??
Bækur Kim hafa verið gefnar út á dönsku, finnsku, íslensku, norsku, þýsku auk ensku og njóta þær mikilla vinsælda víða um heim. �??�?g held að ég geti sagt að bækur mínar passi fyrir fólk á aldrinum frá tólf og alveg upp í 97,�?? sagði hin geðþekka Kim M. Kimselius að endingu.