Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að upplýsa hefði átt um undirritun Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, á umsagnarbréf um uppreist æru strax í lok júlí. Hafi verið einhverjir lagalegir ágallar á því þá hefði átt að fá Benedikt sjálfan til að upplýsa um málið.
Páll Magnússon gerði í Silfrinu í morgun athugasemd við viðbrögð flokksins eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hefði mælt með því að Hjalti Sigurjón Hauksson, sem dæmdur var fyrir barnaníð, fengi uppreist æru. Páll segir að viðbrögðin hafi virkað eins og flokkurinn væri að svara miklum harmi með lagastagli og formreglum.
�??Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki í Sjálfstæðisflokknum með barnaníðingum eða minni samúð með fórnarlömbum þeirra en hjá öðru almennilegu fólki. En fyrir marga virkaði þetta þannig að við værum að svara þessu með lagastagli. �?að er mín skoðun að þegar það verður ljóst í júlí að faðir forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins hafi skrifað undir þetta umsagnarbréf, þá er ég þeirrar skoðunar að það hefði átt að segja frá því strax og ef menn teldu einhverja lagalega skavanka á því þá, þá átti að reyna að fá Benedikt Sveinsson til að gera þetta bara að eigin frumkvæði. �?etta hefði verið betur séð.�??
Páll segist hafa skilning á því sjónarmiði Bjarna Benediktssonar að hann hefði viljað meðhöndla mál Hjalta eins og mál Róberts Downey, sem þá var komið í ákveðið ferli. �??�?etta finnst mér skiljanlegt sjónarmið og vel hægt að rökstyðja það. �?g hins vegar ekki sammála því. Mér finnst að það hefði átt að meðhöndla þetta mál öðruvísi í júlí.�??