Kristinn Sigurðsson er matgæðingur vikunnar - Kjúklingur og döðlugott
26. nóvember, 2017
Takk �?li minn fyrir áskorunina, þú klikkar ekki í eldamennskunni, sama hvort það er í Skýlinu eða hjá Lilju þinni.
�?g ætla að koma með þriggja rétta matseðil með kjúklingaívafi sem ég hef æft mig með um borð í Álsey, en þar er mér ætlað að leysa af besta sjókokk landsins, Siglfirðinginn Jónas Loga!
Forréttur:
Kjúklingavængir
�?� 20 kjúklingavængir (alls ekki kaupa eitthvað foreldað drasl)
�?� 3 msk. hveiti
�?� salt og pipar
�?� paprikukrydd / chilikrydd.
Byrjið á að setja vængina, hveitið og gott dass af kryddum í plastpoka og hristið vel saman. Hveitið og kryddin eiga að þekja vængina vel.
Raðið vængjunum á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 180°C í 55 mínútur. Ágætt að snúa vængjunum við á 10 mín. fresti.
Eftir 55 mín eru vængirnir settir í skál og buffalo sósa (eða BBQ sósa) blandað vel saman við. �?eim skellt aftur inn í ofninn í 4 mín. og þá eru herlegheitin tilbúin.
Berið fram með gráðostasósu, babycarrots, sellerí og einum (mega vera fleiri) ísköldum.
Aðalréttur:
Mangó chutney kjúklingabringur
�?� 800 gr. kjúklingabringur
�?� 2 dl. mangó chutney sósa
�?� 250 ml. rjómi
�?� 2 msk. karrý
�?� 1/2 kjúklingateningur
�?� 1 tsk. sítrónupipar
�?� salt og pipar.
Hitið olíu og smjör á pönnu, látið karrý á pönnuna og leyfið því að hitna vel.
Steikið því næst bringurnar á pönnunni í 2 mín. á hvorri hlið þannig að þær verði fallega brúnar. Raðið bringunum í eldfast mót og græið því næst sósuna.
Setjið rjómann og mangó chutneyið í pott og hitið við vægan hita. Allt kryddið sett út í og dass af salti og pipar.
Hrærið vel í sósunni og þegar hún hefur náð suðu þá er henni hellt yfir kjúklinginn og sett inn í ofn við 180°C í 35 mínútur.
Berið réttinn fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði og ekki verra að hafa milt og gott franskt rauðvín með þessu.
Eftirréttur:
Súkkulaði döðlugott
Kóngurinn á Morgunblaðinu, Kristófer Helgi Helgason, kenndi mér að búa til þennan skothelda eftirrétt, súkkulaði döðlugott.
�?� 200 gr. smjör
�?� 400 gr. döðlur (saxaðar smátt)
�?� 120 gr. púðursykur
�?� 150 gr. Rice Krispies
�?� 200 gr. Síríus suðusúkkulaði
�?� 3 msk. matarolía.
Bræðið smjörið í potti og bætið döðlunum og púðursykrinum saman við og hrærið vel saman þar til döðlurnar mýkjast vel. Hellið því næst Rice Krispies saman við og blandið öllu vel saman. Setjið bökunarpappír í stórt eldfast mót og hellið döðlublöndunni í mótið og sléttið þannig að það sé fallega jafnt. Mótið er sett í frysti í 10 mín og á meðan er súkkulaðið og matarolían brædd saman í potti yfir vatnsbaði.
Hellið súkkulaðiblöndunni yfir döðlublönduna og frystið aftur í 30 mínútur.
Skerið svo döðlugottið í bita og berið fram.
�?g ætla að skora næst á Sigurð Sigurðsson. Hann er því síðastur af okkur bræðrum til að hljóta þennan mikla heiður að vera matgæðingur vikunnar.
Sigurður, sem var piparsveinn nr. 6 í samantekt sem birt var í Eyjafréttum, er snillingur í eldhúsinu og mun vafalaust koma með dúndur uppskrift.
Takk fyrir mig og verði ykkur að góðu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.