Pólverjarnir leggja mikla áherslu á að afhenda á réttum tíma
�??Eins og staðan er í dag má segja að allt sé á áætlun. Búið er að klára u.þ.b. 60% af heildarsmíðinni og allt útlit er fyrir að skipið að fara á flot í apríl,�?? sagði Andrés �?orsteinn Sigurðsson, sem sæti á í smíðanefnd um nýja ferju.
Aðspurður um framgang mála sagði Addi Steini eins og hann er alltaf kallaður að allt væri samkvæmt plani, �??samkvæmt smíðaplani eiga svo keyrsluprófanir að hefjast seinnipart júlí og ef allt gengur vel fáum við skipið afhent í ágúst. Skrúfubúnaðurinn, veltiuggar, vélar og fleira er komið í skipasmíðastöðina og sjáum við ekki tafir varðandi á afhendingu á þeim búnaði sem verður í skipinu,�?? sagði Andrés. Hann sagði einnig að Pólverjarnir leggji mikla áherslu á að afhenda á réttum tíma, �??það er mikill kraftur í smíðinni,�?? sagði Andrés að lokum.
En þess má geta að í næsta tölublaði af Eyjafréttum verður viðtal við Andrés S. Sigurðsson, Sigurður Áss Grétarsson forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur og Elliða Vignisson bæjarstjóra.

Nýjustu fréttir

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.