Um liðna helgi mældi blaðamaður sér mót við þau Lottu, Hilmar, Vilmar og �?óru Sif sem vinna um þessar mundir að því að gera upp húsið Hól sem stendur við Miðstæti. �?að er eigilega ekki hægt að tala um að gera upp strax því niðurrifið stendur enn og mikið verkefni er fyrir höndum. Húsið Hóll var tekið í notkun árið 1908 og er því 110 ára. Húsið er innflutt timburhús frá Noregi og var það byggt á steyptum grunni. Planið hjá þeim er að taka húsið, sem er 240 fermetrar, allt í gegn.
�??Okkur vantaði að fjárfesta og út frá því kom sú hugmynd að kaupa þetta hús, sagði Karlotta Lind Pedersen, en fyrirtæki hennar og eiginmanns hennar, Hilmars Tómasar Guðmundssonar festi kaup á húsinu fyrir lok árs 2017. Hjónin eru hvorki frá né búsett í Vestmannaeyjum en frændi hennar Lottu eins hún er köllu, Vilmar �?ór Bjarnasson býr hér ásamt eiginkonu sinni �?óru Sif Kristinsdóttur og er hún fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. �?au hjónin eiga tvö börn, Theresu Lilju og Oliver Atlas og fluttist fjölskyldan til Eyja fyrir um tveimur árum síðan.
Greinina í heild sinni má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.