Húsið að Goðahrauni 1 sem reis á árunum í kringum 1980 var lengst af verslunarhúsnæði og síðast var þar verslunin Kjarval sem var lokað fyrir nokkrum árum. �?ar var líka sjoppa, vídeóleiga og bensínsala. Nú hefur húsið fengið nýtt hlutverk og í maí er áætlað að opna þar fyrsta flokks íbúðir sem ætlaðar eru til útleigu fyrir ferðafólk og jafnvel til langtímaleigu að vetri til. Auk þess er þar fasteignasala, bílaumboð, veislusalur og skrifstofa stéttarfélags.
Húsið er samtals 600 fermetrar og fyrir nokkrum árum keyptu hjónin Arndís María Kjartansdóttir og �?mar Steinsson 150 fermetra þar sem þau reka fasteignasölu og veislusal undir nafni Eldeyjar og bílaumboð fyrir B&L. �??�?mar er hér líka með skrifstofu fyrir Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi og ég rek Fasteignasöluna Eldey í samstarfi við Allt-fasteignir,�?? segir Arndís en nú eru þau að færa út kvíarnar.
Greinina í heild sinni má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.