Undanfarin ár hafa verið tímabil góðæris eftir djúpa efnahagslægð í lok síðasta áratugar. Uppsveiflan náði hámarki árið 2016 þegar hagvöxtur nam 7,2%. Vöxturinn hefur m.a. hvílt á hratt vaxandi ferðaþjónustu, aukinni fjárfestingu í þann geira sem og almennt meðal atvinnuvega, hagstæðum ytri skilyrðum, vaxandi kaupmætti heimila og farsælli lausn á þeim vandamálum sem fall meginhluta fjármálakerfisins skapaði í lok síðasta áratugar. Íslandsbanki áætlar að hagvöxtur í fyrra hafi verið 4,1%. Fyrir yfirstandandi ár spá þeir 2,3% hagvexti, og sama hagvexti árið 2019. �?órdís �?lfarsdóttir og Sigurður Friðriksson sátu fyrir svörum hjá blaðamanni Eyjafrétta um stöðuna í Eyjum.
Greinina í heild sinni má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.