Miðstöðin stendur á gömlum merg, verður 80 ára árið 2020 og hefur reksturinn sennilega aldrei verið öflugri en núna. Í allt eru 13 á launaskrá auk verktaka sem eru kallaðir inn þegar mikið liggur við. Mikið hefur verið að gera undanfarin ár, er enn og ekki að sjá nokkra breytingu þar á. Miðstöðin er bæði pípulagningaverkstæði og alhliða byggingavöruverslun og er vöxtur í báðum deildum.
�?etta kemur fram í samtali við Dadda Mar (Bjarna �?laf Marinósson) framkvæmdastjóra og Björgvin Hallgrímsson, fjármálastjóra. Báðir eru tiltölulega nýir í sínum störfum en hafa lengi unnið í Miðstöðinni. Daddi tók við af föður sínum, Marinó Sigursteinssyni og eru þeir þriðji og fjórði ættliðurinn í fyrirtækinu.
�??Já, við erum 13 á launaskrá, sjö píparar og sex í versluninni. Einnig erum við með þrjá verktaka til að aðstoða okkur í stærri verkum. Allt eru þetta vanir menn og flestir með réttindi,�?? sagði Björgvin. �??Við erum með fjóra pípulagningameistara, fjóra sveina og tvo verkamenn sem hafa mikla reynslu af pípulögnum.�??
Greinina í heild sinni má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.