Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Nú er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli. Safnað er fyrir Karlaklefanum, vefgátt fyrir karla, þar sem finna má upplýsingar um allt sem viðkemur karlmönnum og krabbameinum. Seldir verða sokkar í rakarastofustíl til styrktar átakinu 5.-19. mars.
Fram til þessa hefur yfirvaraskegg verið allsráðandi í Mottumars. Síðustu ár hefur áhugi karlmanna á að safna yfirvaraskeggi dvínað og þátttaka í Mottukeppninni farið minnkandi. �?ví var tekin ákvörðun um að hvíla mottuna í ár.
�??Markmiðið með breytingunni er að gera báðum kynjum kleift að sýna stuðning í verki og taka þátt í Mottumars. Sokkar í rakarastofustíl voru það sem okkur fannst passa öllum, enda augljós skírskotun í karlmennskuna og yfirvaraskeggið�?� segir Halla �?orvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.
�??Við fögnum hins vegar öllum karlmönnum sem láta sér vaxa yfirvaraskegg og hvetjum þá til að senda okkur myndir af sér. �?ær munum við birta, enda mottan alls ekki horfin þó hún sé ekki í forgrunni í ár.�??
Karlaklefinn
Söfnunarfé Mottumars í ár verður fyrst og fremst nýtt til uppbyggingar og þróunar Karlaklefans og í baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli.
Karlaklefinn verður upplýsingagátt sérsniðin fyrir karlmenn. Rannsóknir sýna að karlmenn yfir fimmtugu nýta sér síður en konur tilboð um sálfélagslegan stuðning í veikindum. Námskeið virðast höfða betur til þeirra en tilboð um stuðning og framsetning á efni skiptir miklu máli. Í Karlaklefanum verður að finna fjölbreytt efni. Fræðsluefni fyrir karla, upplýsingar um einkenni, meðferðir og afleiðingar og gagnvirkt tæki sem aðstoðar við ákvarðanartöku um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. �?ar verða einnig upplýsingar um réttindamál, bókunarkerfi fyrir tíma hjá sérfræðingum Krabbameinsfélagsins og vettvangur fyrir samtök og hópa karla með krabbamein til að kynna sig og starfsemi sína, svo eitthvað sé nefnt.
�?rráðstefna
Fimmtudaginn 15. mars verður haldin örráðstefna um krabbamein í blöðruhálskirtli í hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8. Ráðstefnan verður auglýst nánar á vef félagsins krabb.is.
Sérfræðingar til ráðgjafar
Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður í átakinu sérstök áhersla lögð á ráðgjöf við karla. Frekari upplýsingar verða birtar á krabb.is og á facebook-síðu Ráðgjafarþjónustunnar.
Pantaðu sokka fyrir þitt lið!
Fyrirtækjum og stofnunum gefst færi á að panta sokka á vef Mottumars, en almenn sala sokkanna hefst þann 5. mars.
Mottudagurinn 16. mars
Sala Mottumarssokka hefst 5. mars og stendur til 19. mars. Sokkarnir kosta 2.000 kr. og verða seldir í netverslun Krabbameinsfélagsins og á sölustöðum um landið sem sjá má hér að neðan. Félagið hvetur alla til að klæðast sokkunum á Mottudaginn, föstudaginn 16.mars, og sýna þannig körlum táknrænan stuðning í verki.
Mottumars.is
Á heimasíðu átaksins, mottumars.is, verður að finna upplýsingar um átakið, viðburði, sölustaði og fréttir auk upplýsinga og fróðleiks af ýmsum toga, um karlmenn og krabbamein. Mottumars.is opnar með nýju efni mánudaginn 5. mars.