Eitthvað hefur það reynst okkur erfitt að fá uppskrift upp úr næsta matgæðingi Eyjafrétta og þykir það fullreynt. Við endurræsum því og leitum á náðir reynsluboltans og matráðs kollega okkar í Hádegis-móum, Kristófers Helgasonar og gefum honum orðið.
�?essi fiskréttur hefur fylgt mér lengi og tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina, en hér má auðvitað leika sér og gera að sínu með því að bæta við td. chilli, ferskum jurtum eins og koríender eða basil og ferskum tómat. En byrjið samt á þessu:
Gratíneraðir létt saltaðir þorskhnakkar með tómat, ólífum og rjómaosti
�?� Léttsaltaður þorskhnakki 500 gr.
�?� 6 msk. hveiti
�?� 1/2 tsk. pipar
�?� 1 tsk. oregano
�?� 1 tsk. basil
�?� 3 vænar kartöflur, soðnar og skornar í þunnar sneiðar
�?� 1 – 2 dl. ólífur (grænar og svartar)
�?� 6 msk. rjómaostur
�?� 200 gr. rifinn ostur
�?� 2 msk. olía
�?� 100-200 gr. smjör
�?� jalapeno fyrir þá sem þora.
Sósa:
�?� 1 laukur, saxaður
�?� 1 hvítlaukur, saxaður
�?� 1 dl. hvítvín (má sleppa
… eða ekki)
�?� 2 dósir hakkaðir góðir tómatar
�?� 1 msk. íalskt krydd
�?� olía og smá smjör
�?� 2 msk. grænmetiskraftur
�?� 1 tsk. svartur pipar.
Aðferð:
Hitið ofninn í 220 gráður.
Sjóðið kartöflurnar.
Veltið fiskinum upp úr hveiti, pipar, óreganó og basil og setjið í olíu og smjörborið ofnfast mót og bakið inni í ofni í 7 mínútur.
Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og setjið út á fiskinn.
Sósa:
Skerið allt saman niður. Steikið laukinn og hvítlaukinn fyrst upp úr olíu og smjöri, hvítvín útí og látið malla í fimm mín., setjið síðan afganginn saman við og látið malla í klukkustund við vægan hita.
Hellið sósunni yfir og loks skreyta með ólífum og rifnum osti. Til hátíðarbrigða skal setja nokkrar dúllur af rjómaosti yfir. Og fyrir þá sem þora og eru lengra komnir er saxað jalapeno klárlega málið
Lækkið hitann á ofninum og bakið í ofninum á 170 gráðum í 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullin-brúnn og fagur. Látið standa í svona 10 mín.
Berið fram með hrísgrjónum, fersku salati og góðu, helst heimalöguðu hvítlauksbrauði.
Eins og með fiskinn þá hafa ostatertur fylgt mér lengi allt frá kaffihúsatímabilinu fyrir hundrað árum og hef ég gert margar útgáfur en þessa útgáfu fékk Davíð Oddsson í morgunkaffi á 7O ára afmælinu sínu í beinni á K100 í janúar. Einföld og góð.
Eftir átta og Oreo
ostaterta Kristós
Botn:
200 gr. Homblest súkkulaði
Oreo 1 pakki
125 gr. brætt smjör
½ tesk. sjávarsalt.
Fylling:
400 gr. rjómaostur
220 gr. flórsykur
½ l. rjómi
2 tsk. vanilludropa
10 st. after eight plötur.
Súkkulaðihjúpur:
100 gr. suðusúkkulaði móti 100 gr. af uppáhalds Síríus rjómasúkku-laðinu þínu. 1 ds. sýrður rjómi 18%
½ dl. Baileys eða uppáhalds líkjörinn þinn (má sleppa). �?á nota vanilludropa 1 tsk. í staðinn.
Aðferð:
Blandið saman muldu kexinu, bræddu smjöri og sjávarsalti. Setjið í botninn á lausbotnaformi, kælið.
Hrærið rjómaostinn og flórsykurinn saman, bætið vanilludropum við. �?eytið rjómann og blandið varlega saman við rjómaostablönduna. Bætið við nokkrum smátt skornum after eight (gott að geyma þær í kæli rétt áður) í blönduna. Setjið ofan á kexbotninn og kælið aftur.
Súkkulaðitoppur
Bræðið suðusúkkulaði og blandið saman við sýrða rjómann með líkjör. Annars nota vanilludropa.
Smyrjið yfir kökuna. Sett í kæli yfir nótt. En má frysta í 2-3 tíma og bera svo fram eða frysta yfir nótt og taka út góðum einum tíma fyrir. Hér má ef þið fáið góð jarðaber skreyta með þeim og ef þið eruð í svaka stuði sprauta bræddu hvítusúkkulaði yfir listrænt.
Annars mætti sáldra yfir áður en borið er fram mulið Oreo og nokkrum bitum af after eight ef þið eruð ekki þegar búin að borða rest.
Takk fyrir, þetta verður að duga á þessum tíma og ég ætla að skora á minn góða vin hann Dadda ( Bjarna �?laf Guðmundsson) sem er auðvitað sælkeri fram í fingurgóma. Hefur hann borið á borð fyrir mig og fjölda fólks í gegnum tíðina margar veislur sem eru alltaf uppá tíu. Svo njótið.
Að lokum þá verðum við vonandi handhafar af öllum bikurum karla og kvenna eftir næstu helgi, 2018 í handbolta og fótbolta sem væri auðvitað mjög einstakt . Svo áfram IBV ávallt og allstaðar. Sjáumst í Höllinni.