Búið er að fresta samræmdu prófi í ensku sem 9. bekkur átti að taka nú í morgun. Menntamálastofnun tók þá ákvörðun en tæknilegir örðugleikar komu upp í kerfinu. Í fyrradag komu einnig upp tæknileg vandamál í íslenskuprófinu sem þýddi að margir nemendur gátu ekki tekið prófið.
Grunnskóli vestmannaeyja gaf út þessa tilkynningu í morgun �??Ensku samræmdaprófið fór ekki af stað í morgun, nemendur duttu strax út og svo komust nokkrir inn og út. Einbeitingin var horfin og nemendur mjög ósáttir við þetta. Skólastjórnendur hafa þess vegna tekið þá ákvörðun að enskuprófið fari ekki fram hér í GRV í dag. �?etta var gert í fullu samráði við Menntamálastofnun,�??