Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar. Í öðru tilvikinu fékk sá sem varð fyrir árásinni skurð á augabrún og var árásaraðilinn handtekinn og vistaður í fangageymslu, er greint frá í tilkyninngu frá lögreglu.Í hinu tilvikinu var um minniháttar áverka að ræða. Bæði málin eru í rannsókn, greinir lögregla frá.
Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var það Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV í handbolta sem færður var í fangageymslu aðfaranótt sunnudags vegna líkamsárás á liðsfélaga sinn Theodór Sigurbjörnsson. En liðið og stuðningmenn voru að skemmta sér upp í höll þegar atvikið gerðist. Líklegast mun Theadór ekki spila leikinn á miðvikudaginn vegna áverka eftir þetta.
Grunur um heimilisofbeldi og húsleit
�?á var einn handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna gruns um heimilisofbeldis og var honum sleppt að skýrslutöku lokinni, en málið er í rannsókn. Síðdegis á föstudaginn fór lögreglan í tvær húsleitir og fundust fíkniefni hjá tveimur aðilum við þá leit. Um er að ræða smáræði af maríhúana. Málin eru í rannsókn, greinir lögregla frá.