�?essi setning er úr ljóði þar sem öldruð kona lýsir aðstæðum sínum á hjúkrunarheimili og framkomu starfsfólks. Hún segir margt þó hún sé stutt.
Alzheimer – stuðningsfélagið var stofnað 10. mars 2016. Á 2ja ára afmæli er og gott að staldra við og átta sig á hvort eitthvað hefur áunnist þann tíma. Félagið hefur lagt á það megináherslu að standa fyrir viðburðinum �??Alzheimerkaffi�?? og hafa sextán slíkir viðburðir verið haldnir frá byrjun. Sá sautjándi verður haldinn n.k. þriðjudag, 20.mars.
�?að hefur verið gefandi að starfa fyrir þennan málstað og stjórnin er afar þakklát fyrir góðar viðtökur bæjarbúa.
Viðburðurinn �??Alzheimerkaffi�?? er ekki síst hugsaður sem stuðningur fyrir þá sem veikjast af heilabilunarsjúkdómum og fjölskyldum þeirra til að �??gefa þeim rödd�??. Vanmáttur þeirra sem veikjast og það erfiða ferli sem við tekur í fjölskyldum þeirra þarf að eiga málsvara. Til að koma málefninu til samfélagsins þarf að fá umræðu, því það sem ekki er talað um er ekki til. Feluleikur og vanmáttarkennd er versti óvinur þeirra sem þurfa á þjónustu vegna heilabilunarsjúkdóma að halda.
Heilabilun er yfirheiti um nokkuð marga sjúkdóma sem tengjast vitrænni getu. Orsök heilabilunar geta verið margir ólíkir sjúkdómar, en Alzheimer er þeirra algengastur. Einnig er nauðsynlegt að halda því til haga að Alzheimer er ekki bara öldrunarsjúkdómur, þó vissulega hækki tíðni hans með hækkandi aldri. Fólk jafnvel innan við fimmtugt greinist með þennan sjúkdóm, sem gefur tilefni til að bregðast þurfi við með öðrum hætti, fólk á þeim aldri er enn í vinnu, jafnvel með ung börn og á allt öðrum stað í lífinu en þeir sem komnir eru á efri ár.
Einkenni heilabilunarsjúkdóma birtast með margvíslegum hætti og hafa víðtæk áhrif á líf einstaklingsins og fjölskyldunnar. Algengustu einkennin eru af svokölluðum atferlis- og taugasálfræðilegum toga, en það er safn ákveðinnar hegðunar eða sálfræðieinkenna sem sjá má hjá einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. Algengustu einkennin eru þunglyndi, kvíði, ofskynjanir, ranghugmyndir, óróleiki, árásargirni, sinnuleysi, svefntruflanir og innsæisleysi eða hvatvísi. Almennt eru einkenni af þessum toga kölluð �??hegðunarvandi�??. Einkennin kalla á flókin úrræði og sérstaklega í ljósi þess að meðferðin krefst einstaklingsbundinnar nálgunar þar sem engin ein meðferð hentar öllum. Skv. rannsóknum er hegðunarvandi talinn stafa fyrst og fremst af því að líkamlegum, andlegum, félagslegum eða tilfinningalegum þörfum einstakling er ekki mætt. Hegðunarvanda sýnir einstaklingur vegna tjáningarörðugleika sem oft eru mjög miklir á seinni stigum sjúkdómsins og meiri líkur eru á hegðunarvanda ef einstaklingur fær ekki fullnægjandi aðstoð sem veitt er af virðingu, þekkingu og fagmennsku við athafnir daglegs lífs. �?ví er talið er mjög nauðsynlegt að umönnunaraðilar hafi þekkingu til að greina birtingu einkenna og átta sig á hvað aðferðum er mögulegt að beita til að bæta líðan einstaklingsins. �?á er einnig mikilvægt að þekkja vel til einstaklingsins og vera í góðu sambandi við aðstandendur hans.
Til að þetta sé mögulegt þurfa þeir sem ráða yfir meðferð fjármuna að átta sig á því að hjúkrun fólks með heilabilun er flókin. Vitað er að notkun geðlyfja er hærri hér á landi en löndunum sem við berum okkur saman við. �?að er ekki ákjósanlegt úrræði að beita �??lyfjafjötrum�?? til að takast á við hegðunarvanda einstaklings með heilabilun. Að nota fjötra hvort sem það eru lyf eða annað er merki um að ekki sé nægjaleg þekking né mönnun í boði í hjúkrun. �?að á að vera keppikefli ráðamanna að viðhalda góðri þekkingu hjá umönnunarfólki, styrkja það og efla með öllum tiltækum ráðum, en vitað er að umönnunaraðilar sem annast einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma eru útsettari fyrir kvíða og þunglyndi en meðal þeirra sem annast aðra sjúklingahópa.
Fyrir hönd Alzheimer -stuðningfélags vil ég koma á framfæri þökkum til allra sem hafa styrkt félagið, en það eru bæði fyrirtæki og félagasamtök ásamt einstaklingum. �?að er ómetanlegt að finna stuðning ykkar. �?að er verk að vinna í þessum málaflokki og ég vil trúa því að Eyjamenn vilji vera fyrirmyndarsamfélag þegar kemur að þjónustu við þennan viðkvæma hóp, setja fjármuni í þekkingu, mönnun og utanumhald til að þeir sem veikjast af heilabilunarsjúkdómum geti notið umönnunar í sinni heimabyggð og eigi vissu fyrir hvert er innihald þjónustunnar sem sveitarfélagið veitir.