Bikarmót FSÍ í stökkfimi fór fram laugardaginn 10. mars sl. Fimleikafélagið Rán sendi þrjú lið til keppni en stelpurnar í 2. flokki A urðu bikarmeistarar. Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir var einn liðsmanna 2. flokks A og er hún Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir.
Fæðingardagur: 20. ágúst 2005.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Pabbi minn heitir Sigurjón Eðvarðsson, mamma mín heitir Elísa Kristmannsdóttir og svo á ég tvo bræður, Kristmann �?ór og Jón Erling.
Uppáhalds vefsíða: Er voða lítið að skoða vefsíður.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?ll skemmtileg danstónlist.
Aðaláhugamál: Fimleikar, leika mér að dansa og vera með vinum og fjölskyldu.
Uppáhalds app: Snapchat og instagram.
Hvað óttastu: Að missa fjölskylduna mína og ég er líka hrædd við pöddur.
Mottó í lífinu: Lifðu lífinu eins og hver dagur væri sá síðasti.
Apple eða Android: Elska Apple.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Enga sérstaka úr mannkynssögunni en ég hefði viljað kynnast ömmu Sigrúnu en hún lést 9 árum áður en ég fæddist.
Hvaða bók lastu síðast: Eldgos í garðinum, hef alveg lesið betri bók.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhaldsíþróttamaðurinn minn er Simone Biles sem vann gullverðlaun á síðustu �?lympíuleikum. Uppáhaldsíþróttafélagið mitt er að sjálfsögðu ÍBV og Rán.
Ertu hjátrúarfull: Nei, alls ekki.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fimleika og fer stundum í Litla Hressó.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Riverdale og Teen Wolf.
Er þetta fyrsti bikarinn sem þú færð í fimleikum: Nei, við fengum líka bikar á stökkmóti árið 2016.
Hvernig verður maður góður í stökkfimi: Styrkir líkamann, mætir vel á æfingar, fer eftir því sem þjálfarinn segir, hefur trú á sjálfum sér og alltaf er mikilvægt að hafa gaman.
Hver er draumur þinn sem fimleikakona: Halda áfram að bæta mig í fimleikum.