�?g þakka Kristó vini mínum fyrir fallegt hrós og traustið. �?að kemur nú aldrei nokkur maður að tómum kofanum hjá honum og hann er sannarlega vinsælasti starfsmaður Árvakurs. En ég ætla að bjóða upp á 2 rétti, annarsvegar fljót útbúinn pastarétt, sem var fyrsti rétturinn sem ég gaf Guðrúnu minni þegar ég bauð henni í mat fyrir tæpum 20 árum og hinsvegar þorsknakka með rjómasósu, hrísgrjónum og hvítlauksbrauði. En það má alveg skipta þorskhnakkanum út fyrir humar eða ýsu eða hvaða fisk sem er sem er í uppáhaldi. �?tgáfuna af þorskhnakkanum fékk ég hjá vini mínum Grími Gíslasyni fyrir nokkru síðan.
Pastaréttur
Sæt sinnepsssósa:
�?� 1 sýrður rjómi 10%
�?� 6 msk. Hellman´s létt majones
�?� 2 tsk. sítrónusafi
�?� 6 msk. sætt franskt sinnep
�?� 6 vænar (kúfaðar) tsk. púður- sykur.
Hræra öllu saman og svo má alveg bæta við ef fólki finnst of lítið af þessu eða hinu �? – ég geri það voða mikið. �?g geri alltaf meira en minna af sósunni, því okkur finnst gott að fá okkur af þessu daginn eftir. �?
�?� 2-300 gr. pasta (eftir því hvað þið eruð hrifin af því)
�?� 1 dós aspas (skorinn)
�?� 6-8 egg, harðsoðin �?? skorin í báta
�?� 100 gr. skinka �?? skorin í bita
�?� 100 gr. 26 % brauðostur �?? skorinn í bita
�?� ½ agúrka �?? skorin í bita.
Sjóðum pastað að sjálfsögðu og setjum í sérskál. Annað hráefni setjum við í sérskálar og svo fær heimilisfólkið sér bara það sem því finnst best. Við berum þetta fram með ristuðu brauði og smjöri (viðbiti). Hér áður fyrr blandaði ég öllu saman en nú lofum við fólki að velja. �?essi réttur er jafnvel betri í hádeginu daginn eftir.
Ofnbakaður þorskhnakki
með hvítlauk og basil eða með rjómasósu, hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.
�?� 6-8 stk. þorskhnakkar
�?� 2-4 hvítlauksgeirar – eftir smekk og stærð
�?� slatti af ferskri basiliku
�?� 150 gr. smjör.
Saxa hvítlauk og basiliku smátt og steikja í smjörinu og lofa því að malla í um 10-12 mínútur �?? passa hitann því það má ekki brenna hvítlaukinn en hann má alveg verða brúnleitur í lokin (verður það oft hjá mér). Raða þorskhnökkunum á ofnplötu og dreifa smjöri, hvítlauk og basiliku jafnt yfir. �?etta má gera nokkrum klukkutímum áður og lofa þessu að vinna saman. Baka í ofni við 180 gráður í 10-12 mín.
Rjómasósan:
½ paprika �?? skorin í lengjur
8-10 sveppir �?? skornir í bita
4 hvítlauksgeirar �?? smátt saxaðir
slatti af brokkolí �?? skorið í bita
2 tómatar �?? skornir í báta
150 gr. smjör
2 tsk. kjöt og grill krydd
¾ tsk. karrý
½ tsk. Maccormick galic & parsley
2-3 tsk. Oscar fiskikraftur (gæti þurft meira)
2 dl. hvítvín (má sleppa) og sjóða þá niður með sama magni af vatni (ekki eins gott) �?
750 ml. rjómi.
Sko �?? venjulega slatta ég og dassa allar uppskriftir og smakka svo til, þetta er því ekki nákvæmlega mælt en er mjög nálægt lagi �? – það er bara ekkert gaman að fá uppskriftir sem maður má ekki leika sér smá með.
�?að má líka sleppa t.d. karrýi og setja inn basiliku í staðinn, og þá er ekki verra að eiga krydd frá SALT sem heitir Parmesan cheese & basil og nota það með. �?etta breytir sósunni aðeins.
Steikið hvítlauk, papriku, sveppi og brokkolí upp úr smjörinu og kryddið með kjöt og grill, karrýi og hvítlaukskryddinu. Hér þarf ekki endilega að setja allt kryddið, það má vel bæta við þegar smakkað er til. Látið þetta malla smá og skellið svo hvítvíni út í og fiskikraftinum og sjóðið niður í ca 7-10 mín. Bætið rjómanum út í og haldið áfram að smakka til. Ca 10-15 mín. áður en ég ber þetta fram skelli ég tómötunum út í sósuna.
�?� Hvítlauksbrauð:
�?� 2 baquet brauð
�?� 2 stk. hvítlauksgeirar
�?� slatti af ferskri basiliku, smátt saxaðri
�?� 150 gr. smjör
�?� mikið af rifnum gratin osti.
Steikja hvítlauk í smjöri og henda svo basilikunni út í �?? lofa að standa smá. Skera brauðið eftir endilöngu og sulla hvítlaukssmjörinu í og á brauðið. �?arna ræður svolítið ykkar smekkur á hvað er gott hvítlauksbrauð en við troðum miklu af osti í brauðið því okkur finnst það lykillinn. Baka þetta í ofni þar til það er gullinbrúnt.
Svo bara sjóða hrísgrjón �?? bera fram og njóta. Gott hvítvín skemmir þessa kvöldstund ekki neitt, hvað þá góður félagsskapur.
Mig langar að skora á hana Katarinu hans Hlyns. Við höfum fengið alveg dásamlegan mat hjá henni og það væri bara frábært ef hún kynnti okkur fyrir úkraínskri matargerð með rússnesku ívafi.